0

Conor hótar að hætta við bardagann gegn Dustin Poirier eftir Twitter orðaskipti

Þeir Conor McGregor og Dustin Poirier áttu í harðorðum orðaskiptum á Twitter í gær og í dag. Samskiptin snérust um framlag Conor McGregor til góðgerðarsöfnuðs Dustin Poirier en millifærslan hefur ekki enn átt sér stað.

Dustin Poirier sigraði Conor McGregor með rothöggi í 2. lotu á UFC 257. Þegar talað var um að setja saman bardaga Conor og Dustin Poirier lofaði Conor að gefa 500.000 dollara í góðgerðarsjóð Dustin Poirier og eiginkonu hans, The Good Fight Foundation.

Á sunnudaginn sagði Dustin að upphæðin hafi ekki skilað sér til styrktarsjóðsins og að lið Conor McGregor hafi hætt að svara sér eftir bardagann í janúar. Þeir Conor McGregor og Dustin Poirier eiga að mætast aftur á UFC 264 í júlí.

Conor svaraði og sagði að sitt starfsfólk hafi verið að bíða eftir nánari útslitun á hvernig sjóðurinn ætlaði að nýta peninginn.

Dustin sagði aftur á móti að starfsfólk Conor McGregor hafi hætt að svara tölvupóstum frá The Good Fight Foundation.

Umboðsmaður Conor, Audi Attar, blandaði sér í umræðuna.

Eftir þetta færðist hiti í leikana og sagði Conor að bardagi þeirra í júlí væri ekki lengur á dagskrá.

Það verður athyglisvert að sjá hvernig þetta þróast en kapparnir voru einstaklega vinalegir í aðdragana bardaga þeirra í janúar. Núna virðist annað hljóð vera komið í þá báða.

Vonandi mun þó upphæðin sem Conor lofaði skila sér á rétta nstað. Upphæðina ætlaði sjóðurinn að nota til að aðstoða The Boys & Girls Club of Acadiana til að hjálpa bágstöddum krökkum í námi. Samtökin munu fjármagna samgöngur og kennslu í verkefninu Project Learn. Þá munu samtökin búa til íþróttahús og íþróttastarf (meðal annars bardagaíþróttir) fyrir bágstödd börn sem hafa ekki efni eða tækifæri á að stunda íþróttir. Krakkarnir sleppa við iðkendagjöld ef þau sýna af sér góða hegðun og leggja sig fram í skólanum.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.