Monday, September 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHver er þessi Jiří Procházka?

Hver er þessi Jiří Procházka?

Embed from Getty Images

Hvaðan kom hann? Hvert er hann að fara? Hvað er hann? Hvernig er þetta hægt? Eru líklegast spurningar sem flestir spyrja sig þegar horft er á Jiří Procházka í UFC þessa dagana en hann er að öllum líkindum búinn að tryggja sér titilbardaga eftir einungis tvo bardaga í UFC.

Procházka er fæddur í héraðinu Morvana í Tékkóslóvaíku þar sem hann spilaði fótbolta, bandý og þótti efnilegur á BMX hjóli. Þegar hann var 16 ára byrjaði hann að æfa Muay Thai og einungis nokkrum árum seinna (árið 2011) varð hann tékkneskur meistari í Muay Thai. Ári seinna gerðist hann síðan atvinnumaður í MMA og byrjaði að berjast á litlum bardagakvöldum í Tékklandi.

Þetta var þó ekki fyrsta reynsla Procházka af slagsmálum þar sem hann segir oft frá því hvernig hann var oft að slást á götunum. Einnig var hann í hóp af fótboltabullum sem lentu oft í slagsmálum og réðust á aðdáendur andstæðingana. Það voru í rauninni þessi slagsmál sem fengu Procházka til að byrja að æfa bardagaíþróttir. Procházka hélt áfram að slást eins og vitleysingur með fótboltabullunum en þegar þjálfarinn hans gaf honum Book of Five Rings, japönsk bók um bardagalistir, hætti hann alfarði að berjast fyrir utan búrið. 

Book of Five Rings er skrifuð af japanska sverðakappanum Miyamoto Musashi árið 1643. Bókinni er skipt niður í fimm kafla og fjallar hver kafli um mismunandi hlið bardagans. Þarna er auðvitað verið að tala um bardaga með sverð þannig það er erfitt að yfirfæra þá tækni yfir í MMA en þeir sem nota bókina í MMA eru þá aðallega að taka hugarfarið og andlegu hliðina úr bókinni. Þó er alveg einhver tækni sem hægt er að færa yfir á MMA og sést hún vel hjá Procházka.

Musashi skrifaði um það hvernig þú verður að byrja ákveðið og setja pressu á andstæðinginn og yfirþyrma hann. Með þessari pressu neyðir þú andstæðinginn til að svara á þínum forsendum og þegar hann svarar þá eru opnanir sem þú getur nýtt þér. Einnig skrifaði Musashi um það að ef þú sérð veikleikamerki hjá andstæðingnum skaltu kaffæra honum strax. Þetta passar mjög vel við bardagastílinn hans Procházka og á hann það til að fókusa stundum full mikið á það að yfirþyrma andstæðinginn og þá étur hann oft þung högg. Með þessu lætur hann andstæðinginn sinn berjast í algjörri óreiðu þar sem flestum líður mjög illa en honum gæti ekki liðið betur.

Þetta er jákvæða hliðin við að notast við andann í Book of Five Rings en það er margt neikvætt við þessa hugsun í íþrótinni. Þá nota bardagamenn og þjálfarar oft þessa stríðsmannshugsun þegar þeir eru gagnrýndir fyrir að stoppa ekki bardagann þegar bardagamaðurinn á augljóslega engan séns á að vinna og það er verið að berja hann í harðfisk.

Eftir rúmlega 3 ár sem atvinnumaður í MMA hafði Procházka náð sér í bardagaskorið 12-2-1. Þetta kom honum í japönsku bardagasamtökinn Rizin þar sem hann tók þátt í -100 kg útsláttarmótinu og komst all leið í úrslitin en tapaði á móti King Mo í úrslitum. Þetta var þá þriðji bardagi Procházka um sömu helgi.

Hann tók aftur þátt í útsláttarmóti Rizin 2016 og vann fyrsta bardagann sinn en meiddisti á hné í honum og þurfti að hætta í mótinu. Eftir þetta hélt hann áfram að sanka að sér sigrum og fékk að lokum möguleika á að berjast aftur við King Mo og þá upp á beltið í léttþúngavigt hjá Rizin. Bardagann vann Procházka með rothöggi í þriðju lotu og varð því meistari. Eftir þetta tók hann tvo bardaga í viðbót í Rizin áður en hann skrifaði undir hjá UFC. Þetta var þó ekki í fyrsta skiptið sem honum var boðinn samningur hjá UFC en fyrr á ferlinum hafði UFC viljað fá hann yfir en honum fannst hann sjálfur ekki vera tilbúinn og beið hann þá með það að fara í UFC.

Embed from Getty Images

Í sínum fyrsta bardaga í UFC mæti Procházka fyrrum titil áskorandanum Volkan Oezdemir sem á þessum tíma var númer 7 á styrkleikalista UFC í léttþúngavigt. Þá voru sumir mjög efins með það að henda honum strax í djúpu laugina þar sem það getur verið erfitt að meta hversu góðir bardagamenn eru þegar þeir berjast í samtökum eins og Rizin. Sérstaklega þar sem tveir síðustu bardagar Procházka í Rizin voru á móti gömlum fyrrum UFC bardagamönnum sem voru komnir langt yfir sitt besta skeið. En bardaginn á móti Oezdemir var mjög jafn til að byrja með þó hann hafi líklega tapað fyrstu lotunni. Hann náði síðan að lenda góðu hásparki snemma í annarri lotu og kláraði bardagann fljótlega eftir það.

Það var þó hans annar bardagi í UFC sem fékk menn til að galopna augun fyrir Procházka. Þá mætti hann öðrum fyrrverandi titil áskoranda, Dominick Reyes, í einum besta bardaga ársins. Þetta er bardagi sem er hægt að horfa á endalaust aftur og alltaf hægt að taka eftir einhverju nýju. Báðir menn áttu sín augnablik í bardaganum en þetta leit út fyrir að vera bardaginn sem Procházka vildi og Reyes leið ekkert rosalega vel í búrinu. Reyes, sem var nálægt því að vinna Jon Jones var að éat þung högg og bakkaði undan stöðugri pressu Procházka. Reyes náði þó að svara nokkrum sinnum og lenti meira að segja uppsparki sem Procházka segir að hafi rotað sig í smá stund. En stuttu eftir það hlóð hann í fulkominn snúningsolnboga sem steinrotaði Reyes.

Það var alger list að sjá hvernig Procházka bjó til opnunina fyrir þennan olnboga þar sem hann henti fyrst fram frekar hægum og lausum hægri olnboga. Sá olnbogi var bara ætlaður til að trufla Reyes og fela snúningsolnbogann sem kom síðan úr sömu átt strax á eftir. Þar sem hann notaði fyrst hægri olnbogann þurfti Procházka að snúa sér mun minna en ella og var því búinn að snúa líkamanum mikið áður en Reyes gat áttað sig á hvað var í gangi. 

Mynd 1. Procházka króar Reyes af up við búrið

Mynd 2. Procházka hendir fram lausa hægri olnboganum til að trufla Reyes og byrjar að snúa sér

Mynd 3. Procházka snýr baki í Reyes sem heldur að það sé þar sem olnboginn hitti ekki en það er til að næsta högg geti lent. Einng fer Reyes að hugsa um að sækja þarna þar sem Procházka snýr baki í hann.

Mynd 4. Procházka lendir fullkomnum snúningsolnboga sem Reyes sá aldrei og lyftir ekki einu sinni vinstri hendinni smá til að reyna að verja sig.

Procházka á nú titilbardaga vísan eftir tvo mjög sannfærandi sigra. Meistarinn Jan Blachowicz mætir Glover Teixeira næst í ágúst og mun Procházka eflaust fylgjast vel með þeim bardaga.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular