spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHver þessi Danny 'My Anus' Mainus?

Hver þessi Danny ‘My Anus’ Mainus?

danny mainusBardagamaðurinn Danny Mainus komst í sviðsljósið á dögunum en ekki af réttum ástæðum. Bardagi hans frá því í júlí vakti skyndilega athygli en það voru ekki tilþrif hans í bardaganum sem vöktu athygli heldur framburður lýsandans á eftirnafni hans.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mainus vekur athygli. Bardagi hans við Zac Chavez vakti athygli líkt og viðureign hans við Boston Salmon í sumar. Í bæði skiptin hefur framburður lýsanda vakið athygli en framburður hans á nafni Mainus hljómar eins og „my anus“ eða endaþarmurinn minn.

Báðir bardagarnir hafa farið fram í RFA bardagasamtökunum. Þar er Ástralinn Michael Schiavello annar lýsandi bardagasamtakanna ásamt Pat Miletich. Í myndböndunum hefur Schiavello sagt m.a: „My anus could be in trouble“, „My anus just bleeding all over Chavez“ og „Can Salmon get inside my anus?“. Þetta eru óborganleg ummæli með tilliti til framburðar Schiavello.

Mainus er nokkuð sama þó hlegið sé að framburði lýsandans. Að sögn Mainus er réttur framburður á nafninu hans MEI-nus. Mainus glímdi á skólaárum sínum og ákvað að prófa MMA eftir að glímuferlinum lauk. Hann fór ósigraður í gegnum áhugamannaferilinn en atvinnumannaferillinn hefur ekki gengið jafn vel. Mainus er með þrjá sigra og fjögur töp en fyrstu þrjú töpin voru eftir klofnar dómaraákvarðanir. Með smá heppni gæti Mainus verið 6-1 í MMA.

Mainus æfir hjá Trevor Wittman í Grudge Training Center en þar æfði m.a. Brandon Thatch sem Gunnar Nelson sigraði í sumar.

Hér að neðan má sjá þessi óborganlegu myndbönd. Danny Mainus mun væntanlega halda áfram að vekja athygli svo lengi sem hann berst í RFA. Það má þó ímynda sér hvernig UFC lýsandinn Mike Goldberg myndi bera fram nafn hans en Goldberg er oft gagnrýndur fyrir framburð sinn á nöfnum bardagamanna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular