spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentIon Cutelaba með kórónuveiruna og fær ekki að berjast um helgina

Ion Cutelaba með kórónuveiruna og fær ekki að berjast um helgina

Ion Cutelaba átti að berjast á UFC 252 um helgina. Hann er hins vegar með kórónuveiruna og fær ekki að berjast.

Ion Cutelaba átti að mæta Magomed Ankalaev í fyrsta bardaganum á aðalhluta bardagakvöldsins. Þeir mættust fyrst í febrúar en þá sigraði Ankalaev með tæknilegu rothöggi eftir að dómarinn stöðvaði bardagann eftir aðeins 38 sekúndur.

Cutelaba mótmælti ákvörðun dómarans harðlega og sagðist bara hafa verið að þykjast vera vankaður. Þeir ætluðu því að útkljá málin núna á laugardaginn en því verður frestað.

Cutelaba greindist með vírusinn á sunnudaginn í Las Vegas og er nú í einangrun.

Upphaflega áttu þeir að mætast aftur í apríl á UFC 249 en bardagakvöldið var fellt niður vegna kórónaveirunnar. Núna er Cutelaba með veiruna og hefur bardaganum verið frestað til 29. ágúst svo lengi sem Cutelaba verður ekki mjög veikur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular