spot_img
Tuesday, April 15, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxÍslandsmeistaramótið í Hnefaleikum: Þéttsetinn -75kg flokkur

Íslandsmeistaramótið í Hnefaleikum: Þéttsetinn -75kg flokkur

Íslandsmeistaramótið í Hnefaleikum 2025 verður haldið um helgina, laugardag og sunnudag, í húsakynnum World Class Boxing Academy í Kringlunni. Keppt verður í átta flokkum og má gera ráð fyrir nokkrum æsispennandi viðureignum.

Það er þrír þungavigtarkappar í +90kg flokknum. Ágúst Davíðsson frá Þór sem keppti í B flokki á Vorbikarmótinu er skráður í flokkinn ásamt liðsfélaga hans Elmari Frey Aðalheiðarsyni og Magnúsi Kolbirni Eiríkssyni frá Hnefaleikafélagi Kópavogs. Það verður áhugavert að sjá hvernig Ágústi mun ganga í flokknum með reynsluboltunum tveimur en Sigurjón Guðnason frá Bogatýr, sem hefur vakið mikla athygli undanfarið í þungavigtinni, er ekki skráður á mótið.

Demario Elijah Anderson frá Hnefaleikafélagi Kópavogs verður hent í djúpu laugina en hann mætir einum besta boxara landsins, Elmari Gauta Halldórssyni frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, í -80kg flokknum. Elmar hefur svakalega mikla reynslu bæði héðan heima og frá sterkum mótum erlendis. Elmar hefur mætt andstæðingum á heimsmælikvarða en Demario er á leiðinni í sinn þriðja bardaga á ferlinum. Demario tapaði frumraun sinni gegn Dmytro Hrachow á Vorbikarmótinu en varð þó bikarmeistari eftir að Dmytro dróg sig úr keppni. Demario mætti svo Benedikt Gylfa Eiríkssyni á HFH Open í mars og sigraði hann á klofinni dómaraákvörðun sem vakti mikla athygli.

Fjórir bardagamenn skipa -75kg flokkinn sem verður að teljast afar spennandi þetta árið. Flokkinn skipa William Þór Ragnarsson frá HR, Ísak Guðnason frá HFK, Benedikt Gylfi Eiríksson frá HFH og Steinar Bergsson frá Æsi. Benedikt mætti bæði William og Ísaki á Vorbikarmótinu og sigraði þá báða en dómaraákvörðunin var mikið gagnrýnd í bardaga hans og Ísaks og dróg Ísak sig úr keppni eftir hana þannig ekki varð úr bardaga hans gegn William sem átti að fara fram í loka umferðinni. Steinar mætti Vitalii Korshak og Dorian James Anderson í -75kg B flokki á Vorbikarmótinu og náði silfri þar en hvorki Vitalii né Dorian eru skráðir á Íslandsmeistaramótið í ár. Steinar hefur verið mjög virkur undanfarið og barist bæði í hnefaleikum og MMA sem er hans aðal keppnisgrein. Ísak mun hafa harma að hefna gegn Benedikt og William lýsti strax yfir áhuga á endurleik eftir tapið gegn Benedikt á Vorbikarmótinu þannig mikil spenna er innan þessa flokks.

Það eru svo alls ekki síðri menn sem skipa -70kg flokkinn en þar má finna HR liðsfélagana Nóel Frey Ragnarsson og Teit Þór Ólafsson ásamt Viktori Zoega úr Bogatýr. Þessir þrír skipuðu sama flokk á Vorbikarmótinu þar sem Nóel og Teiti tókst báðum að sigra Viktor Zoega en völdu að mæta ekki hvorum öðrum þannig flokkurinn endaði hnífjafnur. Viktor kemur líklega sterkur tilbaka á þessu móti, ákveðinn í að hefna fyrir töpin tvö frá bikarmótinu.

U19 og U17 flokkarnir eru einnig spennandi en engin kvennaflokkur er skráður á mótinu. Húsið mun opna kl. 12:00 og fyrstu viðureignir hefjast 13:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta en streymt verður í beinni útsendingu frá seinni deginum á youtube-rás MMA Frétta.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið