spot_img
Thursday, December 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxÍslendingar í aðalhlutverki á Cage Steel

Íslendingar í aðalhlutverki á Cage Steel

Nú fer að hefjast útsending af bardagakvöldi Cage Steel þar sem fjórir íslenskir bardagamenn eru að berjast en þeir eru allir liðsmenn RVK MMA sem hafa verið duglegir að koma sínum iðkendum í bardaga erlendis síðustu ár.

Hákon Örn Arnórsson ríður á vaðið en hann er mjög efnilegur bardagamaður sem á framtíðina fyrir sér. Næstur er Yonatan Francisco Romero Cruz en hann er að verja belti sitt í Bantam-vigt. Jhoan Salinas er einnig að berjast en hann er einnig meistari í super léttvigt. Hann ákvað að létta sig í léttvigt fyrir þennan bardaga en lenti í vandræðum með að losa síðasta kílóið og náði ekki vigt í gær. Þá var ákveðið í samráði við andstæðing hans að hann myndi fara á vigtina aftur í dag og náði hann vigt þegar um klukkustund var þangað til bardagakvöldið myndi hefjast. Að lokum er Aron Leó Jóhannsson að berjast um Weltervigtarbeltið í atvinnumannaflokki en myndband af rothöggi Arons frá þarsíðasta bardaga hans fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Síðasti bardagi Arons var öllu erfiðari en hann fór alla leið þar sem Aron hafði þó nokkra yfirburði.

MMA fréttir munu sína streymið beint af síðunni en auk þess verður þessi veisla sýnd í beinni útsendingu á heimavelli bardagaíþrótta á Íslandi, Minigarðinum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular