spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJacare fékk bardaga eftir að hafa auglýst eftir andstæðingi á Craigslist

Jacare fékk bardaga eftir að hafa auglýst eftir andstæðingi á Craigslist

Yoel Romero Jacare Souza
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Ronaldo ‘Jacare’ Souza er ólmur í að fá bardaga og birti umboðsmaður hans plat auglýsingu á smáauglýsingasíðunni Craigslist í von um að fá andstæðing.

Í auglýsingunni óskuðu þeir eftir andstæðingi fyrir Jacare til að berjast við hann í 185 punda millivigtinni í UFC.

Jacare átti að mæta Luke Rockhold í nóvember en Rockhold þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Jacare vildi þá ekki berjast aftur fyrr en hann fengi titilbardaga og ætlaði að bíða eftir titilbardaganum.

Jacare hefur greinilega verið þreyttur á biðinni enda bendir allt til þess að Yoel Romero mæti Michael Bisping síðar á árinu um millivigtartitilinn. Eftir að „auglýsingin“ birtist á samfélagsmiðlum hefur Jacare nú fengið bardaga. Hann mætir Tim Boetsch á UFC 208 í febrúar.

Þetta er bardagi sem kemur honum væntanlega ekkert mikið nær titilbardaganum en eins og er eru fáir möguleikar í boði. UFC 208 fer fram þann 11. febrúar þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular