spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJanúar mánuður þunnur eftir að UFC hættir við UFC 233

Janúar mánuður þunnur eftir að UFC hættir við UFC 233

UFC ætlaði upphaflega að vera með tvö ágætlega stór bardagakvöld í janúar. UFC hætti hins vegar við UFC 233 sem átti að vera þann 26. janúar.

2019 mun fara rólega af stað hjá UFC. Það verður bara eitt bardagakvöld á dagskrá í janúar en upphaflega áttu þau að vera tvö.

Á þessu ári lýkur samningi UFC við Fox sjónvarpsstöðina og mun UFC flytja sig yfir á ESPN nú um áramótin. UFC ætlar að byrja ESPN tímabilið vel og verður fyrsta bardagakvöld þeirra á ESPN þann 19. janúar. Viku seinna átti UFC 233 að fara fram áður en það var fellt niður.

UFC ætlaði að gera fyrsta ESPN kvöldið að stóru kvöldi og hefði því verið með tvö stór kvöld tvær helgar í röð. Þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC 233 en sá bardagi var færður viku fyrr til að geta verið á ESPN. UFC tókst ekki að fá annan aðalbardaga kvöldsins á UFC 233 og því var bardagakvöldið einfaldlega fellt niður. UFC 234 mun ekki breyta um nafn og verður því ekkert „UFC 233“ líkt og gerðist þegar UFC 151 og UFC 176 voru felld niður.

UFC reyndi að fá tvo titilbardaga tvær helgar í röð en mistókst. Upphaflega vildi UFC fá Tyron Woodley til að verja veltivigtartitil sinn á UFC 233 en hann er enn að glíma við meiðsli. Stíf dagskrá UFC gerir það að verkum að enginn meistari gat varið titilinn sinn á UFC 233.

Þeir bardagar sem voru þegar bókaðir á UFC 233 hafa verið færðir á nærliggjandi bardagakvöld. Bardagi Robbie Lawler og Ben Askren var til að mynda færður til mars en nokkrir bardagar voru færðir á ESPN kvöldið þann 19. janúar.

Þann 26. janúar, sama dag og UFC 233 átti að fara fram, er Bellator með stórt bardagakvöld. Bæði kvöldin áttu að fara fram í Kaliforníu og leit út fyrir að stíf samkeppni í miðasölu myndi eiga sér stað á milli UFC og Bellator áður en UFC hætti við UFC 233. Scott Coker, forseti Bellator, sagði að UFC hefði einfaldlega „klárað byssuskotin sín“ þar sem dagskrá þeirra er svo stíf. Bellator býður upp á Fedor Emelianenko og Ryan Bader þann 19. janúar á Bellator 214.

Fluguvigtartitilbardagi Cejudo og Dillashaw verður því aðalbardaginn á fyrsta UFC kvöldinu á ESPN.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular