Johan Salinas var fyrsti íslendingurinn til að stíga í búrið á Caged Steel 36. Johan mætti heimamanninum Shyrron Burke, sem var að berjast sinn fimmta bardaga á áhugamannastigi.
Johan Salinas sagði fyrir bardagann að leiðin að sigrinum fælist í því að nýta sér alla hliðar leiksins og gera bardagann að MMA bardaga en ekki bara striking bardaga. Það gerði hann svo sannanlega.
Salinas og Burke skiptust á höggum til að byrja með en Salinas var fljótur að fela felluskotið bakvið höggið sitt og ná Burke upp við búrið og tókst að klifra upp á bakið hans í kjölfarið. Þar dvaldi Salinas nánast alla lotuna, en þegar nokkrar sekúndur voru eftir af lotunni byrjaði Salinas að renna af bakinu, en grípur aftan í hnéð á Burke og setur upp kneebar.
Salinas tókst að sigla heim kneebar þegar 1 sekúnda var eftir á klukkunni. Burke sat eftir með sárt ennið og haltrandi allt kvöldið eftir viðureignina gegn Salinas.
Sjá myndbandið hér að neðan!