Joe Rogan, einn þekktasti fjölmiðlamaður heims sem og lýsandi, tjáði sig um mögulegan bardaga milli Alex Pereira og Magomed Ankalaev í nýjasta þætti sínum af Joe Rogan Experiance. Rogan telur að ástæða þess að Pereira hafi ekki skrifað undir samning um að berjast við Ankalaev sé vegna þeirrar tímasetningar sem Pereira hefur miðað endurkomu sína við.
Rogan sagði að Ankalaev væri stórhættulegur bardagamaður sem væri búinn að sigra marga bardaga í röð að undanskildu einu sem væri númer eitt í röðinni að fá titilbardaga. Hins vegar væri Periera að miða endurkomu sína við mars sem gerir Ankalaev erfitt fyrir þar sem trúarhátíð múslíma, Rhamadan, byrjar 28. febrúar og endar 28. mars en á meðan á því tímabili stendur stunda múslímar föstur eftir ákveðnum reglum sem gerir þeim erfitt fyrir að æfa af miklum krafti.
Rogan sagði þá að Pereira væri búinn að gefa út að hann ætlaði sér að berjast í mars og hefði ekki áhuga á því að flýta því fyrirkomulagi eða seinka og gæti því vel látið Ankalaev bíða eftir næsta bardaga að því gefnu að Pereira haldi titlinum eftir líklegan bardaga hans í mars. Umboðsmaður Ankalaev sagði nýverið að hann væri fullviss um að Ankalaev væri næstur í röðinni en MMA-fréttir skrifaði grein um þau ummæli hans í gær.