spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones féll aftur á lyfjaprófi!

Jon Jones féll aftur á lyfjaprófi!

Þær fréttir voru að berast að Jon Jones hafi fallið á lyfjaprófi! Jones féll á lyfjaprófinu sem tekið var daginn áður en hann barðist við Daniel Cormier á UFC 214.

Jon Jones sigraði Daniel Cormier á UFC 214 þann 29. júlí. Jones endurheimti þar með beltið sem hann var sviptur eftir slæma hegðun utan búrsins. Vandræðasaga hans ætlar því engan endi að taka enda er hann sagður hafa fallið á lyfjaprófi aftur.

Jones hefur verið settur í tímabundið bann en MMA Fighting greindi frá. Samkvæmt frétt TMZ hefur Jones verið sviptur titlinum en hvorki Dana White né UFC hafa staðfest það. Þá heldur slúðurmiðillinn því fram að anabólíski sterinn Turinabol hafi fundist í lyfjaprófi Jones.

UFC hefur ekki staðfest hvert efnið er sem um ræðir en í yfirlýsingu frá bardagasamtökunum kom fram að lyfjaprófið hefði farið fram eftir vigtunina, daginn fyrir bardagann gegn Daniel Cormier. Titillinn fer núna aftur til Daniel Cormier (ef Jones verður sviptur) og verður hann því enn léttþungavigtarmeistari UFC. Bardaginn verður væntanlega dæmdur ógildur.

Þetta er í annað sinn sem Jones fellur á lyfjaprófi en skömmu fyrir UFC 200 féll Jones á lyfjaprófi sem tekið var nokkrum vikum fyrir bardagann. Jones tókst að sýna fram á að efnið sem fannst í lyfjaprófinu hefði verið í rispillum sem hann innbyrti og fékk aðeins eins árs bann. Hann snéri til baka eftir bannið nú í júlí og átti magnaða frammistöðu er hann sigraði Cormier.

Jones má búast við að fá að minnsta kosti tveggja ára bann í þetta sinn ef hann verður fundinn sekur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular