spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones fór létt með Stipe!

Jon Jones fór létt með Stipe!

Jon Jones hélt áfram sigurgöngu sinni í nótt þegar hann mætti Stipe Miocic í aðalbardaga UFC 309. Jones stjórnaði bardaganum nær allan tímann og batt enda á bardagaferil Stipe í þriðju lotu með glæsilegum spinning kick.

Sá besti allra tíma bætti öðru nafni á listann yfir sigraða andstæðinga þegar hann kláraði Stipe og varði titilinn í tólfta skipti á ferlinum. Jones byrjaði bardagann vel og tók alveg yfir eftir stuttan kafla af þreyfingum.

Eins og við var búist lagði Miocic hanskana á hilluna eftir bardagann og tilkynnti að hann væri hættur að berjast. Stipe hefur barist fyrir UFC síðan 2011.

Dana White gaf út fyrir bardagann að Jon Jones myndi þurfa að mæta Tom Aspinall ef hann ætlaði sér að berjast aftur í UFC. Á blaðamannafundinum eftir viðburðinn sagðist White vera sannfærður um að Jones myndi samþykkja að mæta Tom Aspinall og sameina beltin.

Þetta eru vissulega góðar fréttir fyrir bardagaaðdáendur því óljóst var hvort að Jon Jones ætlaði sjálfur að hætta að berjast eftir lokaviðureign gegn Stipe.

Núna segir Dana White að Jones hafi ekki sagts ætla að hætta og hafi talað um að endurnýja samninginn sinn við UFC sem er sterk vísbending um að hann muni mæta Aspinall. Spurninginn er bara hvenær…

“You let Jon do Jon. Jon is going to disappear. Not only won’t you hear about him, and neither will I, but then he’ll resurface, he’ll call, and we’ll get it done.”

Dana White
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular