spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones neitar blaðamanni um viðtal vegna tengsla við Tom Aspinall (myndband)

Jon Jones neitar blaðamanni um viðtal vegna tengsla við Tom Aspinall (myndband)

Þeir bardagamenn sem berjast á UFC 309 standa í ströngu þessa dagana en í bardagavikunni eru stærstu stjörnurnar að ganga milli viðtala og blaðamannafunda til að hita upp fyrir kvöldið. Jon Jones var skráður í slíkt viðtal við Adam Catterall sem er blaðamaður sem starfar fyrir TNT sports. Jon Jones gekk inn í rýmið þar sem viðtalið átti að fara fram, tók í höndina á Adam, staldraði svo við og sagði „ég held að ég ætli að sleppa þessu viðtali“ og gekk út. Þegar Jon Jones gengur út þá má heyra hann segja að viðtalið verði líklega Aspinall-hátíð og hann vilji ekki taka þátt í slíku viðtali.

Hvort sem Jon Jones vill það eður ei þá vilja bardagaáhugamenn sjá hann berjast við Tom Aspinall og eru uppákomur sem þessar ekki til þess fallnar að minka þann áhuga. Einhverjir samsæriskenningarmenn telja þetta allt saman vera lið í vel úthugsaðri markaðssetningu fyrir framtíðarbardaga Jones og Aspinall. Þó að það sé ekki líklegt þá er von til þess að UFC og Jones sjái sér ekki annan leik á borði en að hann berjist við Tom Aspinall þar sem aðdáendur Jones eru farnir að heimta að hann taki bardaga við interim þungavigtarmeistarann.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular