Jon Jones var rétt í þessu sviptur keppnisleyfi sínu í eitt ár af íþróttasambandi Kaliforníu. Þá fékk hann að auki 205.000 dollara sekt.
Jon Jones féll á lyfjaprófi eftir sigur sinn á Daniel Cormier á UFC 214 síðasta sumar. Sterinn Turinabol fannst í lyfjaprófi hans sem tekið var daginn fyrir bardagann. Jones hafði staðist öll óvænt lyfjapróf í aðdraganda bardagans en féll svo á eina lyfjaprófinu sem hann vissi hvenær yrði tekið.
Jones: “You guys know this makes no freaking sense. Why would I do steroids a week before my fight?”
— Ariel Helwani (@arielhelwani) February 27, 2018
Jones mætti fyrir íþróttasamband Kaliforníu (California State Athletic Commission, CSAC) í dag. Þar hélt hann fram sakleysi sínu og hafði hreinlega enga hugmynd um hvaðan Turinabol sterinn á að hafa komið.
Jones is asked what assurances can he give the CSAC that this won’t happen again: “That’s a really hard question, because I didn’t do this.”
— Ariel Helwani (@arielhelwani) February 27, 2018
Jones: “I did not do steroids. I swear to my heavenly father that I am not wrong. I swear on everything.”
— Ariel Helwani (@arielhelwani) February 27, 2018
Jones sat fyrir svörum CSAC og þurfti að svara fyrir allar hans misgjörðir undanfarin ár. Þar á meðal má nefna ölvunarakstur hans 2012, er hann varð valdur að árekstri 2015 og fall hans á lyfjaprófi 2016.
Jones viðurkenndi að hafa ekki lokið USADA námskeiðunum á netinu heldur lét hann umboðsmann sinn gera það. Krafist er að allir bardagamenn klári USADA námskeiðin.
Jones says he did not take the USADA tutorials and that his management did them on his behalf back in 2015. Commissioner asked if Jones’ management “forged” his signature and he said “yes.”
— Ariel Helwani (@arielhelwani) February 27, 2018
Jones hefur því verið sviptur keppnisleyfi sínu í Kaliforníu og munu önnur ríki og UFC virða það bann. Jones er því ekki að fara að keppa næsta árið. Hann getur sótt um leyfi aftur í ágúst 2018 en CSAC mun ekki taka fyrir umsókn hans fyrr en mál hans hefur verið tekið fyrir af USADA.
Óljóst er hvenær USADA mun taka fyrir mál hans og gæti hann fengið töluvert harðari refsingu þar. CSAC gæti hafnað umsókninni hans eftir ár en ef hann fær lengra bann frá USADA mun CSAC hafna umsókninni hans.