spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJorge Masvidal talaði við ömmu Cerrone eftir bardagann

Jorge Masvidal talaði við ömmu Cerrone eftir bardagann

Jorge Masvidal sigraði Donald Cerrone á UFC on Fox 23 á laugardaginn. Eftir bardagann talaði hann við ömmu Cerrone og var það ekki auðvelt samtal fyrir Masvidal.

Donald Cerrone og amma hans eru afar náin og fékk amman að labba með Cerrone á sviðið í vigtuninni. Hún var að sjálfsögðu viðstödd bardagann og ræddi aðeins við Masvidal eftir bardagann.

„Hún fór alveg með mig,“ sagði Masvidal. „Hún kom til mín og sagði ‘þetta er barnabarnið mitt, þú ert frábær bardagamaður, það hefur enginn farið svona með barnabarnið mitt.’ Ég er kannski slæmur gaur en svona hlutir hafa áhrif á mig.“

„Mig langar ekkert að berja einhvern fyrir framan ömmu hans. Ég á fjölskyldu, ég á börn og ég get ekki ímyndað mér að sjá börnin mín í svona aðstöðu. Það var smá sárt.“

Margir eru spenntir fyrir því að sjá Masvidal gegn Nick eða Nate Diaz eftir þessa frammistöðu. Masvidal væri vel til í það en er nokkuð sama hver næsti andstæðingur verður – hann vill bara þá bardaga sem borga best.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular