spot_img
Tuesday, November 5, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJose Aldo ætlar ekki að hætta í lok árs

Jose Aldo ætlar ekki að hætta í lok árs

Jose Aldo
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Jose Aldo ætlar ekki að hætta í MMA á þessu ári eins og hann hefur áður talað um. Aldo skrifaði undir nýjan samning við UFC og mun því halda áfram að berjast.

Jose Aldo sagði fyrr á þessu ári að hann ætlaði sér að hætta í MMA þegar þáverandi samningur rynni út. Aldo átti þá þrjá bardaga eftir og ætlaði að klára þá og hætta svo. Síðasti bardaginn hefði verið í haust en Dana White, forseti UFC, sagði í gær að Aldo hefði skrifað undir nýjan samning.

Aldo hefur lengi sagt að hann langi að prófa eitthvað nýtt og jafnvel berjast í boxi. Upphaflega ætlaði hann að vera hættur í MMA þegar hann yrði þrítugur en núna er hann 32 ára gamall og skrifaði undir nýjan átta bardaga samning.

Jose Aldo tapaði fyrir Alexander Volkanovski á UFC 237 í maí en fram að því hafði hann unnið tvo bardaga í röð – báða með tæknilegu rothöggi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular