spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJose Aldo fer niður um flokk og mætir Marlon Moraes

Jose Aldo fer niður um flokk og mætir Marlon Moraes

Einn besti fjaðurvigtarmaður allra tíma, Jose Aldo, fer niður í bantamvigt. Aldo mætir Marlon Moraes í desemberá UFC 245.

Hinn 33 ára gamli Jose Aldo hefur barist í 145 punda (66 kg) fjaðurvigt alla tíð. Nú mun hann í fyrsta sinn fara niður í 135 punda (61 kg) bantamvigt. Hann mætir þá Marlon Moraes þann 14. desember á UFC 245. Moraes mætti Henry Cejudo síðast á UFC 238 í sumar en tapaði eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu.

Þetta kemur eflaust á óvart enda var Aldo lengi vel að tala um að fara upp í léttvigt þar sem niðurskurðurinn væri erfiður. Jose Aldo hefur undanfarinn mánuð verið að létta sig og er um 150 pund (68 kg) núna samkvæmt MMA Fighting.

Bantamvigtarmeistarinn Henry Cejudo vill ólmur berjast við Aldo en hann þarf að bíða eftir að Aldo mæti Moraes.

Bardaginn fer fram á UFC 245 þann 14. desember í Las Vegas en þrír titilbardagar eru þegar á dagskrá á bardagakvöldinu. Kamaru Usman mætir Colby Covington um veltivigtartitilinn, Amanda Nunes mætir Germaine de Randamie um bantamvigtartitil kvenna og Max Holloway mætir Alexander Volkanovski um fjaðurvigtartitilinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular