spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJose Aldo mætir Max Holloway á UFC 212

Jose Aldo mætir Max Holloway á UFC 212

Þeir Jose Aldo og Max Holloway munu loksins mætast á UFC 212 sem fram fer í Brasilíu í júní. Fjaðurvigtarbeltin verða því sameinuð í sumar.

Þetta staðfesti Dana White í samtali við Brett Okomoto hjá ESPN.

FloCombat staðfesti svo að bardaginn færi fram á UFC 212.

Max Holloway varð í desember bráðabirgðarmeistari í fjaðurvigtinni eftir sigur á Anthony Pettis. Jose Aldo var áður bráðabirgðarmeistari eftir sigur á Frankie Edgar síðasta sumar en eftir að Conor McGregor var sviptur fjaðurvigtartitlinum var Aldo gerður að alvöru meistaranum.

Max Holloway hefur lengi viljað berjast við Aldo og vildi koma kassamerkinu #Where’sWaldo í umferð til að reyna að vekja athygli á bardaganum. Upphaflega áætlun UFC var að þeir Aldo og Holloway myndu sameina beltin nú um helgina á UFC 208 en Holloway vildi lengri tíma eftir sigurinn á Pettis.

Nú hafa allir aðilar loksins komist að samkomulagi og þó langt sé í bardagann getum við farið að hlakka til að sjá kappana mætast. Max Holloway hefur unnið tíu bardaga í röð í fjaðurvigt UFC sem er ótrúlegt afrek. Jose Aldo var lengi vel fjaðurvigtarmeistarinn áður en Conor McGregor rotaði hann á 13 sekúndum í desember 2015. Hann er nú aftur orðinn meistari og verður áhugavert að sjá þessa tvo frábæru fjaðurvigtarmenn mætast.

Jose Aldo hefur ekki barist í Brasilíu síðan hann vann Chad Mendes í október 2014. UFC 212 fer fram þann 3. júní í Rio de Janeiro en þetta verður aðalbardagi kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular