spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJosé Aldo snýr aftur!

José Aldo snýr aftur!

Fyrrverandi fjaðurvigtarmeistarinn José Aldo snýr aftur í UFC 4. maí nk. þegar hann mætir Jonathan Martinez fyrir framan þjóð sína í Río, Brasilíu.

Frá því að José Aldo tapaði gegn Merab Dvalishvili í ágúst 2022 hefur hann aðeins keppt í hnefaleikum, bæði í heimalandinu og gegn Jeremy Stephens í Gamebred Boxing, bardagasamtökum Jorge Masvidal.

Allt benti til þess að UFC ferill hins 37 ára gamla Brasilímanns væri á enda en aðdáendur hans geta nú glaðst yfir því að fá að sjá Aldo a.m.k. einu sinni í viðbót í UFC. Aldo var á tímabili talinn af mörgum vera einn besti MMA bardagamaður heims. Var hann búinn að vinna alla 7 UFC bardaga sína þegar hann mætti Conor McGregor 12. desember 2015 sem rotaði hann á 13 sekúndum eins og frægt er.

Aldo mun mæta Jonathan Martinez á UFC 301 sem hefur litið mjög vel út undanfarið og er á 6 bardaga sigurgöngu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Martinez talsverða reynslu í UFC en hann er á leiðinni í 14. UFC bardagann sinn, 29 ára gamall.

Það stefnir í gott kvöld í Rio í maí en fyrir skömmu var kynnt um titilbardaga í fluguvigtinni: Alexandre Pantoja vs. Steve Erzeg sem líklega verður aðal bardagi kvöldsins. Fleiri skemmtilegir Brasilímenn verða á kvöldinu og má þar helst nefna Vitor Petrino sem mætir Anthony Smith, Michel Pereira sem mætir Makhmud Muradov og má gera ráð fyrir að fleiri bardagar bætist við dagskránna þegar nær dregur.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular