Monday, June 24, 2024
spot_img
HomeErlentMark Coleman lagður aftur inn á sjúkrahús

Mark Coleman lagður aftur inn á sjúkrahús

Fyrrverandi UFC þungavigtarmeistarinn Mark Coleman lagðist inná sjúkrahús í síðustu viku vegna reykeitrunar sem hann varð fyrir þegar hann bjargaði báðum foreldrum sínum úr brennandi húsi eins og kom fram í frétt MMA Frétta fyrir helgi.

Coleman var útskrifaður af sjúkrahúsi á föstudaginn en skömmu eftir að hann kom heim fór hann að finna fyrir óþægindum, dofnaði í hendinni og fékk sársauka fyrir brjóstið. Hann þurfti því að leggjast aftur inn á sjúkrahús þar sem hann var greindur með lungnabólgu.

Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á er Mark Coleman ennþá jákvæður og hress og vildi þakka öllum aðdáendum sínum fyrir stuðninginn og ástina sem honum hefur verið sýnd. Við minnum á gofundme.com síðuna sem dætur hans settu upp til að hjálpa með læknakostnað og annað en þar hefur nú þegar safnast yfir 120.000 dollarar

https://www.gofundme.com/f/ufc-legend-mark-coleman-battling-for-his-life

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular