Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the td-cloud-library domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/mmafrettir.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Josh Barnett yfirgefur UFC |
spot_img
Friday, April 18, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJosh Barnett yfirgefur UFC

Josh Barnett yfirgefur UFC

josh barnett roy nelsonÞungavigtarmaðurinn Josh Barnett er ekki lengur undir samningi hjá UFC. Barnett ætlar ekki að hætta en mun ekki berjast aftur í UFC.

Hinn fertugi Josh Barnett hefur barist í rúm 20 ár í MMA en hans næsti kafli á ferlinum verður utan UFC. Barnett sendi frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem hann segist hafa notið tímans í UFC en nú þurfi hann að fara aðra leið. Barnett vill nota síðustu árin á MMA ferlinum í að ferðast um heiminn og berjast á ólíkum stöðum.

Barnett var í UFC frá 2000 til 2002 og kom svo aftur árið 2013. Á fimm árum barðist hann fimm bardaga en síðast barðist hann í september 2016 þegar hann kláraði Andrei Arlovski í Þýskalandi.

Þá segir hann einnig að USADA hafi haft áhrif á ákvörðun sína. USADA dæmdi Barnett í keppnisbann en Barnett tókst að sýna fram á að ólöglega hefnið hefði komið úr fæðubótarefni og slapp hann því við bann. Málið tók langan tíma og gat hann ekki barist á meðan málið var í rannsókn hjá USADA.

Yfirlýsinguna hjá Barnett má sjá hér að neðan.

spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið