spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJunior dos Santos sendir frá sér yfirlýsingu eftir lyfjaprófið

Junior dos Santos sendir frá sér yfirlýsingu eftir lyfjaprófið

Junior dos Santos er sagður hafa fallið á lyfjaprófi en þetta kom fram í tilkynningu frá UFC í gær. Nú hefur dos Santos tjáð sig um lyfjaprófið en hann heldur fram sakleysi sínu.

Brasilíumaðurinn Junior dos Santos átti að mæta Francis Ngannou á UFC 215 þann 9. september. Vegna lyfjaprófsins hefur dos Santos verið fjarlægður af bardagakvöldinu og er UFC nú að leita að nýjum andstæðingi fyrir Ngannou.

Junior dos Santos og hans lið sendu frá sér tvær yfirlýsingar í gær. „Við erum enn að reyna að átta okkur á niðurstöðum lyfjaprófsins til að sjá hvað gerðist. Við vitum hins vegar að Junior dos Santos hefur aldrei tekið frammistöðubætandi efni, aldrei vísvitandi tekið inn óleyfileg efni og alltaf stutt stefnu USADA til að halda íþróttinni hreinni,“ segir m.a. í fyrri yfirlýsingunni.

Í seinni yfirlýsingunni kom hins vegar fram hvaða efni fannst í lyfjaprófinu en USADA hafði ekki greint frá því áður. Efnið sem fannst kallast Hydrochlorothiazite og er þvagörvandi lyf. Slík lyf eru alltaf bönnuð þar sem þau eru oft notuð til að fela steranotkun.

„Við vitum ekki hvaðan þetta efni kemur. Við höfum þegar byrjað að rannsaka fæðubótarefnin hans og lyf til að sjá hvort eitthvað af þeim gætu hafa verið menguð. Jeff Novitsky og Donna Marcolini hjá UFC hafa leiðbeint okkur í þessu ferli og erum við þakklátir þeim fyrir fagmennsku þeirra,“ segir m.a. í seinni yfirlýsingunni.

Ngannou var þó ekki sáttur á Twitter þegar hann sá fréttirnar í fyrstu.

Junior dos Santos hringdi þó í Francis Ngannou í gær til að biðja hann afsökunar enda gerist þetta aðeins þremur vikum fyrir bardaga þeirra. Ngannou vottaði samúð með dos Santos en sá brasilíski vonast til að málið verði leyst svo þeir geti barist síðar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular