spot_img
Wednesday, January 8, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKamaru Usman skiptir um lið fyrir næstu titilvörn sína

Kamaru Usman skiptir um lið fyrir næstu titilvörn sína

Óhætt að segja að Kamaru Usman sé í sérkennilegum aðstæðum núna þegar hann undirbýr sig fyrir næstu titilvörn sína þann 11. júlí næstkomandi.

Titilbardaginn fer fram á Yas-eyjum í Abu Dahbi og verður hann aðalbardagi kvöldsins þegar Usman mætir Gilbert Burns, æfingafélaga sínum til margra ára. MMA Junkie greinir frá.

Bæði Usman og Burns æfa undir merkjum Sanford MMA í Flórída. Til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og önnur óþægindi hefur Usman ákveðið að færa æfingabúðir sínar til Denver og æfa undir handleiðslu Trevor Wittman hjá Grudge Training Center. Wittman er aðalþjálfari einvala liðs bardagamanna á borð við Rose Namajunas og Justin Gaethje. Talið er líklegt að Wittman, Jorge Santiago og Mohammed Usman verði hornamenn veltivigtarmeistarans í bardaganum.

Usman var í Denver til að aðstoða Gaethje fyrir bardaga hans gegn Tony Ferguson í maí.

Gilbert Burns mun halda kyrru fyrir í Flórída og undirbúa sig fyrir bardagann í æfingaðstöðu sinni, Sanford MMA. Hins vegar mun yfirþjálfari þeirra beggja, Henri Hooft, stíga til hliðar og mun hann engan þátt taka fyrir bardagann, hvorki í æfingabúðum Usman né Burns.

„Aðalþjálfari okkar Henri hefur stigið til hliðar,“ sagði Bruns í samtali við ESPN nú á dögunum. „Hann sagði að hann myndi ekki gera upp á milli okkar. Hann sagði við okkur að við gætum notað æfingaðstöðuna til að æfa en hann ætlaði ekki að vera viðstaddur bardagann.“

Burns hélt svo áfram: „Ég er hérna með öll liðinu mínu, allir eru hér. Allir þjálfararnir mínir og æfingafélagar, bróðir minn, Vicente Luque er að koma og hann verður í horninu mínu og þjálfarinn minn frá Brasilíu, Daníel, er að koma líka. Einnig er Vagner Rocha aðal jiu-jitsu æfingafélaginn minn hérna. Svo fyrir mér er lítið sem breytist. Eina sem gerir þennan bardaga svolítið skringilegann er að ég að berjast við Kamaru, mér líkar mjög vel við hann. Við höfum verið að æfa saman síðan 2012 eða 2013, svo við höfum lagt inn mikla vinnu saman.“

Enginn rígur er á milli æfingafélaganna og verður áhugavert að sjá hvernig bardagi þeirra þróast þegar þeir hafa æft svo mikið saman.

spot_img
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið