Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC Fight Night: Poirier vs. Hooker?

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Poirier vs. Hooker?

UFC er með bardagakvöld í Las Vegas í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Dustin Poirier og Dan Hooker.

Það eru nokkrir frábærir bardagar á dagskrá í kvöld. Aðalbardaginn er mikilvægur í léttvigtinni og ætti að verða fjörugur. Hinn áhugaverði Mike Perry mætir Mickey Gall í veltivigt en Perry verður einungis með kærustuna sína í horninu.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst á miðnætti):

Léttvigt: Dustin Poirier gegn Dan Hooker
Veltivigt: Mike Perry gegn Mickey Gall
Millivigt: Brendan Allen gegn Kyle Daukaus
Þungavigt: Gian Villante gegn Maurice Greene
Þungavigt: Philipe Lins gegn Tanner Boser
Hentivigt (150 pund): Sean Woodson gegn Julian Erosa

ESPN upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:00):

Léttvigt: Luis Peña gegn Khama Worthy
Veltivigt: Takashi Sato gegn Jason Witt
Strávigt kvenna: Kay Hansen gegn Jinh Yu Frey
Fjaðurvigt: Jordan Griffin gegn Youssef Zalal

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular