0

Mike Perry verður bara með kærustuna í horninu á laugardaginn

Mike Perry mætir Mickey Gall á laugardaginn. Perry verður ekki með neina þjálfara heldur bara kærustuna sína.

Hinn skrautlegi Mike Perry heldur áfram að fara ótroðnar slóðir. Perry hefur flakkað um á síðustu árum og æft hjá Fusion XL í Flórída og JacksonWink í Albuquerque en núna fer hann nýjar leiðir.

Perry er í dag ekki með neina þjálfara. Perry fer á milli bardagaklúbba til að fá æfingafélaga til að glíma við en neitar að ráða til sín þjálfara. Í bardaganum á laugardaginn verður hann bara með kærustuna sína, Latory Gonzalez, í horninu og engan annan. Flestir bardagamenn eru með 2-3 þjálfara í horninu sínu í hverjum bardaga en Perry verður bara með einn hornamann á laugardaginn. Gonzalez er sjálf ekki með neinn bakgrunn í MMA en glímdi í framhaldsskóla og hefur æft box.

Perry segist ekki þurfa þjálfara og segir að eina sem hornið eigi að gera sé að gefa honum vatn á milli lota. Perry segir að kærastan fái besta sæti hússins og þurfi bara að sitja og njóta á laugardaginn.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem maki Perry verður í horninu í bardaga hans. Perry og Gonzalez eru nýtt par en hér áður fyrr var þáverandi eiginkona Perry í horninu hans ásamt öðrum þjálfurum Perry.

Það verður síðan að koma í ljós hvernig þetta mun ganga hjá Perry en hann hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.