David Onama og Giga Chikadze mættust á UFC Kansas City bardagakvöldinu og endaði bardaginn með sigri David Onama á dómaraákvörðun. Onama mun því að öllum líkindum fá númer hliðiná nafninu sínu á mánudaginn en Chikadze var í 12. sæti fyrir bardagann.
Chikadze byrjaði betur en fyrsta lota var samt fram og tilbaka. Chikadze var að gera vel með spörkum og helt bardaganum í sparkfærinu sem honum líður best í. Báðir menn lentu góðum höggum en Chikadze náði mjög góðu höggi sem hafði mikil áhrif á Onama seint í lotunni og sótti enn harðar að honum en var þá tekinn niður.
Onama kom út í aðra lotu með mun meiri ákefð, náði Chikadze niður og hélt honum þar í næstum þrjár mínútur. Báðir menn voru líklega búnir að vinna sitthvora lotuna komandi inn í þriðju og því allt undir þar.
Þriðja lota var hnífjöfn þangað til Onama náði fellu með tvær mínútur eftir. Þeir virðast skella höfuð sínum saman frekar illa en Onama heldur Chikadze niðri restina af bardaganum, tekur lotuna og þ.a.l. bardagann. Allir dómarar gáfu David Onama sigurinn, 29-28. Onama er þá væntanlega kominn á topp 15 styrkleikalista með sigrinum á Chikadze sem var í 12. sæti komandi inn í þennan bardaga.