Randy Brown og Nicolas Dalby mættust í svakalegum bardaga á UFC Kansas City sem endaði með svakalegu rothöggi. Dalby hafði aldrei áður verið kláraður í 29 bardögum en Brown tókst það og gerði það með stæl.
Randy Brown nefbraut Dalby illa í fyrstu lotu en Dalby nær svo að slá Brown niður og halda honum þar út fyrstu lotu. Lýsendurnir töluðu um að það blæddi ekki mikið úr nefinu á Dalby sem þýddi að það væri að leka ofan í hann frekar. Cut-maðurinn í horninu virtist þó ná að laga nefið hans eitthvað og Dalby kom af krafti út í aðra lotu. Dalby keyrði áfram og var að lenda góðum höggum en Randy Brown með sinn langa faðm fann nokkur góð högg og endaði á þessum rosalega hægri krók sem minnti smá á rothögg Holloway gegn Gaethje á UFC 300.