Timmy Cuamba sótti sinn fyrsta sigur í þriðja UFC bardaga sínum þegar hann rotaði Roberto Romero með fljúgandi hnéi í öðrum bardaga prelims kortsins á bardagakvöldi UFC í Kansas City. Kvöldið fer vel af stað með tveimur rothöggum en Joselyn Edwards fór létt með Chelsea Chandler í fyrsta bardaga kvöldsins.
Timmy Cuamba þurfti á sigri að halda eftir að byrja UFC ferilinn á tveimur töpum og var hann að mæta verðugum andstæðingi. Roberto Romero þreytti UFC frumraun sína gegn David Onama með stuttum fyrirvara og sannaði sig vel þar þrátt fyrir að hafa þurft að sætta sig við tap.
Bardaginn var jafn framan af en Cuamba datt í gírinn og fann fjarlægðarskynið í annarri lotu. Hann smellhitti hægri hendi og switch kick í höfðuðið og var búinn að vanka Romero ágætlega áður en fljúgandi hnéið kom. Paul Felder gagnrýndi stöðvun dómarans en dæmi nú hver fyrir sig.