spot_img
Monday, May 12, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKansas City Prelims: Þrír sigrar eftir uppgjafartak í röð hjá Amorim (samantekt)

Kansas City Prelims: Þrír sigrar eftir uppgjafartak í röð hjá Amorim (samantekt)

Prelims korti UFC bardagakvöldsins í Kansas City var að ljúka. Kvöldið byrjaði á rothöggum og uppgjafartökum í fyrstu fjórum bardögum en eftir það komu fjórir bardagar sem fóru allir alla leið og voru nokkur góð stríð þar á meðal.

Joselyne Edwards byrjaði kvöldið af krafti með fyrstu lotu tæknilegu rothöggi gegn Chelsea Chandler. Edwards fór létt með Chandler og endaði á að slá hana niður og klára með höggum í gólfinu.



Timmy Cuamba náði tækniegu rothöggi gegn Roberto Romero með fljúgandi hné og nokkrum höggum til viðbótar áður en dómarinn náði að komast á milli en Paul Felder lýsandi gagnrýndi stöðvunina umsvifalaust í útsendingunni.

Jaqueline Amorim fór létt með Polyana Viana og tók hana auðveldlega niður í upphafi beggja lotna áður en hún kláraði hana með rear naked choke. Þetta var þriðji uppgjafatakssigur Amorim í röð og hefur hún náð að klára alla 4 UFC sigrana sína. 

Malcolm Wellmaker rotaði Cameron Saaiman með hægri counter krók i fyrstu lotu í frumraun sinni. Wellmaker rotaði Adam Bramhald með sama hægri krók í Dana White Contender Series í ágúst í fyrra og hefur núna náð að stimpla sig sterkt inn í UFC með sigri á sterkum andstæðingi í fyrsta bardaga og verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. Wellmaker bað um bardaga á bardagakvöldi UFC í Georgíu, heimaríki hans, 15. júní nk.

Da´Mon Blackshear fór þrjár lotur með Alatengheili í hörku bardaga og sigraði Blackshear á einróma dómaraákvörðun. Fyrsti bardagi kvöldsins sem fer alla leið í dómaraúrskurð. Blackshear virtist vera með yfirhöndina mest allan tímann en Alatengheili átti sín augnablik og tók mögulega aðra lotu en tveir dómarana gáfu Blackshear þó allar loturnar.

Chris Gutierrez sigraði John Castaneda á klofinni dómaraákvörðun. Gutierrez gerði vel í bardaganum að halda Castaneda í þægilegri fjarlægð með góðum spörkum og lenti þyngri höggum, a.m.k. í fyrstu tveimur lotunum. Castaneda datt ekki nógu vel í gang fyrr en í þriðju lotu og tók hana líklega en hann tekur tvær lotur samkvæmt einum dómaranum.

Fyrrum æfingafélagarnir og Missouri heimamennirnir Evan Elder og Gauge Young mættust og fóru allar þrjár loturnar. Evan Elder sigraði á einróma dómaraákvörðun. Hann leiddi dansinn mest allan tímann og setti mjög mikinn kraft í höggin sín. Gauge Young tók bardagann með stuttum fyrirvara og fór upp um þyngdarflokk til að mæta Elder og stóð sig mjög vel miðað við það.

Matt Schnell og Jimmy Flick enduðu prelims kortið með þriggja lotu fram og tilbaka bardaga. Flick gekk vel framan af með góðar fellur og stjórn í gólfinu en Schnell óx ásmegin þegar leið á og gerði mun meiri skaða þegar hann komst ofan á. Það var mikið af skemmtilegum glímutilburðum í þessum bardaga og hoppuðu þeir báðir guillotine á hvorn annan. Schnell var ekki langt frá því að ná rear naked choke seint í þriðju en Flick náði að lifa af. Allir dómarar gáuf Schnell sigurinn, 29-28.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið