Malcolm Wellmaker mætti Cameron Saaiman í UFC frumraun sinni í Kansas City rétt í þessu og var Wellmaker ekki lengi að klára bardagann með counter hægri króki sem kom eftir tæpar 2 mínútur.
Wellmaker er þá orðinn 9-0 sem atvinnumaður og 1-0 í UFC eftir sigurinn í kvöld. Wellmaker fékk UFC tækifærið eftir sigur á Adam Bramhald í Dana White Contender Series en hann rotaði Bramhald með sama hægri króki þá, einnig í fyrstu lotu. Lesendur kannast kannski við Adam Bramhald en hann hefur keppt í aðalbardögum hjá Caged Steel á sömu kvöldum og RVK MMA hafa verið að berjast á og vakið mikla athygli.
Það er greinilegt að Wellmaker er mikið efni og verður áhugavert að fylgjast með honum í framtíðinni. Hann bað um í viðtalinu bardaga í heimafylki sínu Georgíu 15. júní á bardagakvöldi UFC þar sem Usman vs. Buckley verður aðalbardaginn.