Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeErlentKayla Harrison núverandi léttvigtarmeistari í PFL skrifaði undir hjá UFC.

Kayla Harrison núverandi léttvigtarmeistari í PFL skrifaði undir hjá UFC.

Kayla Harrison er vel þekkt í heimi bardagaíþrótta. Kayla vann gull á olympíuleikunum í Judo árið 2012 og 2016, hún varð Ameríku meistari í Judó 2015 og heimsmeistari 2010. Eftir olympíu gullið 2016 færðu hún sig yfir í MMA og varð léttvigtarmeistari í PFL. Kayla Harrison er í dag 16 – 1 í MMA, en eina tapið hennar kom gegn Larissa Pacheco árið 2022.  

Kayla mun þreyta frumraun sína í UFC gegn Holly Holm í apríl á UFC 300. Það liggur vel við höggi að kalla viðureignina striker vs. grabbler bardaga, en Kayla Harrison er best þekkt fyrir hrikalega góðar fellur og högg í gólfinu. Kayla barðist síðast við fyrrum UFC bardagakonuna Aspen Ladd innan PFL og vann yfirburðarsigur með sínum kæfandi bardagastíl. 

Koma Kayla Harrison kom töluvert að óvart, en þó höfði verið vísbendingar um þetta. Kayla neitaði að mæta Chris Cyborg á PFL vs. Belltor PPV kvöldi, sem þótti rosalega úr karakter fyrir Kayla en núna hefur fengist útskýring á þeirri ákvörðun.

Kayla Harrison mun færa sig úr léttvigtinni í PFL niður í Bantamvigtina í UFC, það er spurning hvaða áhrif það mun hafa á Harrison, en það er 20 punda munur þarna á milli.

Síðasti bardaginn hennar Kayla gegn Ladd er í boði á Youtube í bærilegum gæðum.  

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular