spot_img
Monday, November 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKelvin Gastelum var næstum því of þungur í vigtuninni

Kelvin Gastelum var næstum því of þungur í vigtuninni

Kelvin Gastelum mætir Michael Bisping á morgun í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Sjanghæ. Vigtunin fór fram nú í morgun og var Gastelum nálægt því að klikka á vigtinni.

Bardagi Kelvin Gastelum og Michael Bisping fer fram í 185 punda millivigt. Leyfilegt er að vera einu pundi yfir nema þegar um titilbardaga var að ræða. Gastelum var fyrst 187 pund og hefði því ekki náð vigt. Hann fékk þó að vigta sig inn aftur og þá á adamsklæðunum. Gastelum reyndist þá vera 186 pund og náði því vigt.

Kelvin Gastelum er fremur lítill fyrir millivigtina en hann barðist áður fyrr í veltivigt. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir þar var hann skipaður upp í millivigt en hefur óskað eftir því að fá að fara aftur niður í veltivigt. Miðað við þetta litla vesen á honum nú í morgun er ólíklegt að hann fái að fara aftur niður í veltivigt í bráð.

Michael Bisping tekur þennan bardaga aðeins þremur vikum eftir tapið gegn Georges St. Pierre fyrr í mánuðinum. Upphaflega átti Gastelum að mæta Anderson Silva áður en Silva féll á lyfjaprófi. Bisping var ekki í neinum vandræðum með vigtina í morgun og var 186 pund.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular