spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKynþokkafyllsti bardagamaður heims - Yoshihiro Akiyama

Kynþokkafyllsti bardagamaður heims – Yoshihiro Akiyama

akiUm nýliðna helgi sigraði Yoshihiro Akiyama TUF 7 sigurvegarann Amir Sadollah. Þetta var fyrsti bardagi hans í rúm tvö ár vegna meiðsla en lítum nánar á þennan fjölhæfa bardagamann.

Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsti sigur hans síðan 2009 hefur ekkert lát verið á vinsældum hans í Asíu. Akiyama, oftast nefndur Sexyama, er ekki bara þekktur fyrir að vera bardagamaður heldur er hann einnig söngvari, fyrirsæta og raunveruleikastjarna í Japan.

Akiyama er af kóreskum ættum en fæddur og uppalinn í Japan. Hann hóf þriggja ára gamall að æfa júdó og varð Asíumeistari árið 2001. Þá keppti hann fyrir hönd Kóreu en ári síðar sigraði hann Asian Games fyrir hönd Japans. Júdó ferill hans var umdeildur en hann var í tvígang sakaður um að vera í sleipum galla. Akiyama þvertók fyrir að brögð væru í tafli og samþykkti að skipta yfir í varagalla á HM 2003. Þar tapaði hann báðum glímum sínum eftir að hann skipti um galla og féll úr leik.

Akiyama varð stjarna í Japan í Hero’s bardagasamtökunum. Þar háði hann sinn fyrsta MMA bardaga þar sem hann sigraði boxarann Francois Botha eftir “armbar”. Botha var talsvert stærri og var Akiyama fagnað gífurlega við sigurinn enda elska Japanir að sjá minni bardagamenn (sérstaklega heimamenn) sigra sér mun stærri andstæðinga.

Á gamlárskvöldi 2006 mætti Akiyama goðsögninni Kazushi Sakuraba í risabardaga. Þarna átti Akiyama að taka við keflinu sem óopinber sendiherra Japans í MMA. Akiyama sigraði eftir tæknilegt rothögg en síðar kom í ljós að Akiyama hefði borið á sig olíu til að verða sleipari. Sigurinn var dæmdur ógildur og beið ímynd Akiyama hnekki í kjölfarið. MMA aðdáendur í Japan voru gífurlega reiðir Akiyama fyrir að reyna að svindla gegn þjóðhetju Japans.

Eftir að Hero’s bardagasamtökin lögðu upp laupana barðist hann víðs vegar um Asíu áður en hann samdi við UFC árið 2009. Akiyama sigraði sinn fyrsta UFC bardaga á UFC 100 bardagakvöldinu gegn Alan Belcher í frábærum bardaga. Hann lenti hins vegar í slæmri taphrynu eftir það þar sem hann tapaði fjórum bardögum í röð áður en hann sigraði nú um helgina.

Hann hefur lítið barist á undanförnum árum vegna meiðsla en bardaginn um helgina var sá fyrsti í rúm tvö ár. Hann hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum á meðan enda með mörg járn í eldinum. Eins og áður hefur komið fram er hann söngvari og má sjá hann hér að neðan taka smellinn sinn “One Love” fyrir framan þúsundir trylltra áhorfenda.

Í gegnum árin hafa japanskir bardagaaðdáendur fyrirgefið Akiyama fyrir svindlið gegn Sakuraba. Hann er nú gríðarlega vinsæll í Japan og var ákaflega vel fagnað í bardaganum um helgina.

Akiyama er einnig fyrirsæta og kynntist hann eiginkonu sinni í þeim störfum. Konan hans er þekkt fyrirsæta að nafni Shiho Yano og eiga þau saman eina dóttur. Akiyama og dóttir hans hafa komið fram í raunveruleikaþættinum Superman is Back sem fjallar um samband stjarna við börnin sín. Í myndbandinu hér að neðan má sjá Akiyama í fyrirsætustörfum sínum.

Akiyama er undarlega vinsæll á spjallborðum bardagaaðdáenda og grínast aðdáendur mikið með kynþokka hans. Aðdáendur hans eru sagðir á The Sexwagon og er grínið komið langt út fyrir öll velsæmismörk. Sumir segja að Akiyama hafi fyrir löngu átt að vera búinn að missa starf sitt í UFC en Dana White hafi ekki getað rekið hann vegna kynþokka hans. Þrátt fyrir allt grínið er hann ágætis bardagamaður sem mun ekki sitja á auðum höndum eftir að ferlinum lýkur. Ljúkum þessari grein með skemmtilegu Sexyama gríni.

akiyama (1) akiyama

akiyama gif

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular