spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLeon Edwards mætir Rafael dos Anjos í júlí

Leon Edwards mætir Rafael dos Anjos í júlí

Leon Edwards er kominn með sinn næsta bardaga. Edwards mætir Rafael dos Anjos á UFC bardagakvöldinu þann 20. júlí.

Leon Edwards sigraði Gunnar Nelson síðast í mars og hefur verið í leit að næsta bardaga. Fyrr í vikunni sagði hann að dos Anjos vildi ekki berjast við sig og var Edwards pirraður á bardagaleysinu.

UFC hefur hins vegar verið í vandræðum með að finna aðalbardaga á UFC bardagakvöldið í San Antonio þann 20. júlí. Talið var að Valentina Shevchenko myndi mæta Liz Carmouche í næstu titilvörn hennar í fluguvigtinni enda kom hún nokkuð ósködduð úr sigrinum um síðustu helgi. Ekkert varð úr bardaganum að þessu sinni.

Þá reyndi UFC að færa bardaga Jan Blachowicz og Luke Rockhold sem fer fram þann 6. júlí en Rockhold er upptekinn í módelstörfum fyrir Ralph Lauren þann 20. júlí og var ekki hægt að færa myndatökuna.

Að lokum samþykkti dos Anjos að berjast við Edwards.

Bardaginn verður aðalbardaginn á bardagakvöldinu. Leon Edwards hefur unnið sjö bardaga í röð en dos Anjos sigraði síðast Kevin Lee í maí og batt þar með enda á tveggja bardaga taphrynu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular