0

Mynd: Paige VanZant birtir skelfilegar mynd úr skurðaðgerð

Paige VanZant fór í sína þriðju aðgerð á framhandleggi á dögunum. VanZant birti myndir úr aðgerðinni sem eru einfaldlega hryllilegar.

Paige VanZant hefur verið í vandræðum með framhandlegginn um nokkurt skeið. VanZant mætti Jessica-Rose Clark í janúar 2018 og braut handlegginn í bardaganum.

Eftir bardagann fór hún í skurðaðgerð á framhandleggnum en aðgerðin gekk ekki nógu vel svo hún þurfti að fara í aðra aðgerð í júní 2018. VanZant barðist síðan í ársbyrjun 2019 þegar hún sigraði Rachael Ostovich.

VanZant vonaðist eftir bardaga í sumar en í mars kom í ljós að hún hafði aftur brotið á sér handlegginn. Í fyrstu var talið að nóg væri að hvíla en VanZant þurfti á endanum að fara aftur undir hnífinn.

VanZant fór í aðgerðina á fimmtudaginn en þetta var þriðja aðgerðin á 18 mánuðum á sama handlegg. Málmstöngin í handleggnum hennar var löguð til en VanZant sýndi myndir úr aðgerðinni á Instagram sem eru vægast sagt ógeðslegar.

Við vörum við myndunum í færslunni.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.