Sunday, May 5, 2024
HomeErlentUFC 304 í Manchester staðfest

UFC 304 í Manchester staðfest

UFC snýr aftur til Manchester, Englandi 27. júlí í fyrsta skipti síðan 2016 þegar Michael Bisping varði millivigtartitil sinn gegn Dan Henderson í algjöru stríði á UFC 204

Þetta hefur legið í loftinu í talsverðan tíma og mikið verið spekúlerað um hverjir munu verða í eldlínunni og þar sem þetta verður pay-per-view viðburður en ekki fight night má gera ráð fyrir mörgum af stærstu stjörnum Englands og Bretlandseyja á hinum nýbyggða Co-Op Live Arena.

Dave Lovell, þjálfari Leon Edwards, segir að Leon muni án efa berjast á viðburðinum og er 99.9% viss um að Belal Muhammad verði andstæðingur hans.

Belal hefur þurft að bíða eftir titilskoti sínu síðan að bardaga þeirra í mars 2021 lauk með augnpoti og No Contest dómi. Leon Edwards var boðið 3 andstæðinga fyrir UFC 300: Islam Makhachev, Shavkat Rakhmonov og Khamzat Chimaev þrátt fyrir að margir vildu meina að Belal ætti að vera næstur í röðinni. Leon sagði já við öllum þremur en enginn af þeim gat barist þá vegna Ramadan.

Mikið hefur verið rætt um hver gæti verið mögulegur andstæðingur Tom Aspinall en hann er heimamaður og berst frá Salford í nágrenni Manchester borgar og því nokkuð öruggt að við fáum að sjá hann.

Aspinall varð Interim þungavigtarmeistari í nóvember í fyrra þegar hann gekk frá Sergei Pavlovich á rétt rúmri mínútu. Aspinall sagði sjálfur í hlaðvarpinu MMA Hour hjá Ariel Helwani að líklegast væri að hann myndi mæta annað hvort Cyril Gane eða Curtis Blaydes. Hann sagði að Cyril Gane hafi samt neitað að berjast við sig áður sem honum þótti alls ekki aðdáunarvert og að honum langi að leiðrétta fyrra tapið gegn Curtis Blaydes en hann meiddist á hné eftir 15 sekúndur gegn honum í júlí 2022 og gat ekki haldið áfram. Curtis Blaydes varð þá fyrsti maðurinn til þess að sigra Aspinall í UFC, en aðeins á tæknilegu atriði, og vill Aspinall ólmur snúa þeirri stöðu við.

Gane og Curtis gætu hins vegar þurft að bíða lengur eftir sínu titilskoti á Interim þungavigtarbeltið því léttþungavigtarmeistarinn Alex Pereira gæti fært sig upp og mætt Aspinall sem yrði miklu stærri og söluvænni bardagi en hinir tveir. Alex Periera óskaði eftir bardaga í þungavigt eftir að hafa varið léttþungavigtarbeltið sitt á UFC 300 þar sem hann rotaði Jamahal Hill í 1. lotu.

Það verður svo að teljast ansi líklegt að Paddy “The Baddy” Pimblett muni snúa aftur og verður fróðlegt að sjá hvaða andstæðing Dana White og félagar finna fyrir hann.

Mikil spenna hefur verið yfir Paddy síðan hann kom inní UFC en margir hafa gagnrýnt hversu vandlega andstæðingar hans séu valdir til að tryggja að hann haldi áfram að vinna og viðhaldi vinsældum sínum. Bobby Green kallaði Paddy út eftir sigur sinn á Jim Miller á UFC 300 og hafa margir aðrir gert slíkt hið sama og má þar helst nefna Renato Moicano, Drew Dober og Matt Frevola sem yrðu allt skemmtilegir og krefjandi bardagar fyrir Paddy. Hann hefur sjálfur sagt að hann vilji fá andstæðing á Top 15 styrkleikalistanum og nefnt nöfn eins og Green, Moicano, Dober o.fl.

Þó að viðburðurinn sé haldinn í Englandi verður tímasetningin til þess fallin að henta Bandarískum markaði og mun því kvöldið hefjast með undir kortinu kl 23.00 á staðartíma (22.00 á Íslandi) og aðal kortið kl 03.00 á staðartíma (02.00 á Íslandi) sem verður að teljast ansi svekkjandi fréttir fyrir okkur Íslendinga og Evrópubúa.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular