Monday, May 20, 2024
HomeBoxRyan Garcia veðjaði 2 milljónum dollara á sjálfan sig

Ryan Garcia veðjaði 2 milljónum dollara á sjálfan sig

Boxararnir Ryan Garcia og Devin Haney mættust um helgina í hringnum og fór “King Ryan” með sigur af hólmi eftir meirihluta ákvörðun dómara en 2 dómarar gáfu honum sigur meðan 1 skoraði bardagann jafnan.

Ryan Garcia var mun sterkari aðilinn í þessari viðureign en hann rokkaði Devin Haney strax á fyrstu mínútu með góðum vinstri krók og sló hann svo fjórum sinnum niður áður en bardaganum lauk. Sumir bentu á að dómarinn inní hringnum hafi verið hlutdrægur og t.d. tafið að óþörfu til að gefa Haney tækifæri á að jafna sig eftir að hafa verið sleginn niður.

Ryan Garcia var búinn að hegða sér vægast sagt skrautlega á samfélagsmiðlum í aðdraganda bardagans. Samsæriskenningar, áfengisdrykkja og vímuefnanotkun einkenndu samfélagsmiðla hans og vildu margir meina að hann væri hreinlega kominn í geðrof. 

Ryan Garcia segist hafa drukkið áfengi alla daga meðan á undirbúningnum stóð og mætti hann m.a.s. með bjór í vigtunina sem hann kláraði í einum teig en hann var 3.5 pundum yfir í vigtuninni.

Orðrómur fór á kreik að Ryan Garcia hafi veðjað 2 milljónum dollara á sjálfan sig og halda því nú margir fram að öll hans hegðun hafi verið ætluð til þess að hækka stuðilinn en hann cashaði út 12 milljónum dollara eftir sigurinn og segist hafa grætt 50 milljónir dollara samanlagt og kallaði það gott dagsverk.

Ryan Garcia lét hafa það eftir sér í samtali við Ariel Helwani í The MMA Hour að hann hafi áhuga á að taka MMA bardaga í UFC gegn bantamvigtarmeistaranum Sean O´Malley, sem hann segist ætla að rústa, og verður áhugavert að sjá hvort eitthvað verði úr því.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular