Nate Diaz segist hafa fallið á lyfjaprófi og mun ekki mæta Jorge Masvidal á UFC 244 eins og til stóð. Leon Edwards er hins vegar sagður vera til taks.
Nate Diaz henti fram bombu á samfélagsmiðla fyrr í kvöld þegar hann sagðist hafa fallið á lyfjaprófi og myndi ekki mæta Jorge Masvidal þann 2. nóvember.
Blaðamaðurinn Chisanga Malata hjá Daily Star segir að Leon Edwards hafi verið varamaður fyrir bardagann. Það komi því til greina að hann komi í stað Nate Diaz og mæti Jorge Masvidal. Samkvæmt Malata var Edwards borgað fyrir að vera tilbúinn að stökkva inn ef ske kynni að Masvidal eða Diaz myndu detta út. Þeir Masvidal og Edwards hafa eldað grátt silfur saman á þessu ári.
Been told the UFC have had a replacement on standby in case of injury or unforeseen circumstances scuppering Jorge Masvidal vs Nate Diaz.
— Chisanga Malata (@Chisanga_Malata) October 24, 2019
That man is none other than Leon Edwards.
He’s been paid to be in training camp and is likely the front runner to replace Nate. #UFC244
Umboðsmaður Leon Edwards sagði hins vegar að það væri ekki rétt að Edwards hefði verið varamaður fyrir þennan bardaga.
Leon Edwards' rep Tim Simpson tells me there is no truth to the rumor that the Englishman is in line to step in for Nate Diaz on Nov. 2. I'm told they have not had any discussions with the UFC about using Edwards as a back-up.
— Josh Gross (@yay_yee) October 25, 2019
Jorge Masvidal virðist hins vegar ekkert vera á því að berjast við einhvern annan en Diaz þann 2. nóvember. Masvidal virðist vera alveg sama hvað USADA segir og vill mæta Nate Diaz sama hvað.
You not the baddest mofo in the game (i am) but you are one of the cleanest mofo’s @NateDiaz209 I’ll see you nov 2. I know your name is clean. I don’t need @usantidoping to tell me shit!
— Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) October 24, 2019
Þá hefur Conor McGregor auðvitað blandað sér í umræðuna. Á blaðamannafundi í morgun sagðist hann vilja fá sigurvegara viðureignar Diaz og Masvidal eftir óstaðfestan bardaga sinn þann 18. janúar. Hann henti í nokkrar færslur í kvöld en eyddi þeim síðar út.
UFC hefur ekki enn tjáð sig um málið og óvíst hvort bardaginn sé dauður úr öllum æðum enn sem komið er.