spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLerone Murphy enn ósigraður!

Lerone Murphy enn ósigraður!

Lerone Murphy sigraði Edson Barboza á einróma dómaraákvörðun en þeir mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Apex-inu rétt í þessu. Bardaginn var einstefna nánast í gegn og vann Barboza aðeins eina lotu á stigakorti eins dómara.

Murphy sigraði Barboza með afgerandi hætti og hækkaði ósigrað met sitt í 14-0, með 1 jafntefli. Hann er núna búinn að vinna 6 bardaga í röð í UFC eftir að UFC frumraun hans endaði sem split draw. Árið 2018 var Murphy að berjast á sömu viðburðum og bæði Mjölnir og RVKMMA en ári seinna þreytti hann frumraun sína í UFC og núna er farið að tala um hann sem titil áskoranda.

Murphy vann allar loturnar nokkuð þægilega og gerði vel að blanda fellum inn í leik sinn þegar fór að líða á en Barboza gaf honum góðan bardaga í gegn samt sem áður. Nokkur skrokkshögg snemma minntu lýsendann Paul Felder á þegar hann pissaði blóði eftir sinn bardaga við Barboza. Eftir góða 1. lotu fyrir Murphy nær Barboza uppsparki af bakinu sem lendir alveg hreint í höfuð Murphy og hann leit bugaður út á stólnum milli lota. Hann náði hins vegar að grafa djúpt og hélt áfram að pressa að Barboza og lenda á hann góðum höggum.

Barboza virkaði á köflum gjörsamlega búinn en hann náði líka að grafa djúpt og gaf Murphy góða mótspyrnu fram í endan sem átti í talsverðum erfiðleikum með að labba burt frá búrinu eftir fjölda góðra lágsparka.


Í viðtalinu við Felder eftir bardaga óskaði Murphy eftir bardaga á UFC 304 í Manchester sem væri skiljanlegt að hann fengi þar sem það er deginum ljósara að England hefur eignast nýja stjörnu í MMA.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular