Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeBoxOleksandr Usyk óumdeildur heimsmeistari

Oleksandr Usyk óumdeildur heimsmeistari

Oleksandr Usyk sigraði Tyson Fury á klofinni dómaraákvörðun rétt í þessu og varð með því óumdeildur þungavigtar heimsmeistari í hnefaleikum þegar öll helstu beltin voru sameinuð og lögð að veði í Riyahd, Saudi Arabíu.

Engum manni hefur tekist að verða óumdeildur þungavigtar heimsmeistari síðan Lennox Lewis sigraði Evander Holyfield árið 1999, þar til nú. Usyk og Fury fóru 12 skemmtilegar lotur sem enduðu á klofinni dómaraákvörðun og var Tyson Fury fullviss um að hann hefði unnið þennan bardaga og fór hann fram á imidiate rematch sem hann hefur rétt á samkvæmt klásúlu í samningunum.

Usyk byrjaði bardagann aðeins betur en eftir 4 fyrstu loturnar var bardaginn líklega jafn. Frá og með 5. lotu fór Tyson Fury virkilega að finna taktinn sinn og í 6. lotu fór hann að lenda virkilega þýðingarmiklum höggum, góð skrokkshögg og upphögg sem lenti alveg hreint framan í Usyk.

Tyson tók trúlega lotur 5-7 en í 8. lotu kom Usyk sterkur tilbaka. Hann hafði alltaf haldið pressunni frá byrjun en fór svo að finna leiðir í gegnum varnir Fury. Í 9. lotu nær Usyk honum í allskonar vandræði og á tímapunkti virtist Tyson ekki með fullri rænu. Litlu mátti muna að hann yrði sleginn niður en hann fékk standing 8 count og var ævintýralega heppinn að lotan skildi klárast ákkúrat eftir það svo hann fékk auka mínútu til að jafna sig.

Tyson kom góður tilbaka og spilaði ytri leikinn varfærnislega og mætti færa rök fyrir því að hann hafa tekið einhverjar af síðustu þremur lotunum en þar liggur klárlega vafinn.
Bardaginn var frábær skemmtun, allt frá magnþrungnu face-off til loka sekúndna.

Líklega munu þeir mætast aftur fyrr en síðar þar sem þetta var alltaf hugsað sem tveggja bardaga samningur. Tyson Fury sagði strax að hann vildi fá rematch bardaga í Október eftir að báðir menn hafa fengið að jafna sig og eyða tíma með fjölskyldu.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular