Monday, May 27, 2024
HomeErlentAðalbardagar staðfestir á UFC 304 í Manchester

Aðalbardagar staðfestir á UFC 304 í Manchester

Leon Edwards mun reyna að verja veltivigtartitil sinn gegn Belal Muhammad og Tom Aspinall mun reyna að verja sinn interim þungavigtartitil gegn Curtis Blaydes í aðalbardögum kvöldsins á UFC 304 í Manchester. Um leið var tilkynnt um Paddy Pimblett vs. Bobby Green.

Leon Edwards stendur frammi fyrir þriðju titilvörn sinni en hann varð meistari með ógleymanlegum sigri sínum á Kamaru Usman í ágúst 2022. Edwards hefur ekki tapað bardaga síðan 2015, í fyrstu af þremur viðureignum sínum gegn Usman. Hann er á 12 bardaga sigurgöngu ef ekki er talið með No Contest dómur vegna augnpots í fyrri bardaga hans gegn Belal Muhammad í mars 2021.

Báðar þessar titilviðureignir eru rematch. Tom Aspinall mætti Curtis Blaydes í júlí 2022 sem gaf honum fyrsta tapið á UFC ferlinum þegar bardaginn milli þeirra var stöðvaður eftir aðeins 15 sekúndur vegna hnémeiðsla Aspinall.
Aspinall kom sterkur tilbaka frá meiðslum í fyrra með öruggum rothöggs sigri á Marcin Tybura í júlí og í nóvember sigraði hann Sergei Pavlovich, einnig með rothöggi, fyrir interim þungavigtarbeltið. Báðir bardagar voru búnir á rétt rúmri mínútu.
Hann hyggst nú verja beltið sitt í fyrsta skipti og ef honum tekst það bíður hans vonandi bardagi við sigurvegara Jon Jones vs. Stipe Miocic fyrir Undisputed UFC gull.

Við fengum svo loks á hreint hver verður næsti andstæðingur Paddy “the Baddy” Pimblett. Það verður Bobby “King” Green sem barðist á UFC 300 þar sem hann sigraði gamla brýnið Jim Miller á einróma dómaraákvörðun en Green hefur með því unnið 3 af síðustu 4.
Paddy Pimblett er á góðri 7 bardaga sigurgöngu og hefur unnið alla 5 UFC bardagana sína.

Aðrir staðfestir bardagar á viðburðinum eru:
Arnold Allen vs. Giga Chikadze
Muhammad Mokaev vs. Manel Kape
Nathaniel Wood vs. Daniel Pineda
Shauna Bannon vs. Ravena Oliveira
Molly McCann vs. Bruna Brasil

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular