Saturday, July 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxAnderson Silva vs. Chael Sonnen 3

Anderson Silva vs. Chael Sonnen 3

Anderson Silva og Chael Sonnen munu mætast í þriðja skipti, nú í hnefaleikum, á heimaslóðum Silva í São Paulo, Brasilíu 15. júní en tilkynnt hefur verið að þeirra fyrsta viðureign verður tekin inn í UFC Hall of Fame.

Anderson Silva var búinn að vinna alla 11 UFC bardagana sína þegar hann mætti Chael Sonnen í fyrra skiptið í aðalbardaganum á UFC 117 árið 2010. Chael Sonnen sýndi algjöra yfirburði nánast allan bardagann og leit út fyrir að hann myndi stöðva mikla sigurgöngu Silva og ræna hann beltinu en Silva tókst með ævintýralegum hætti að festa Sonnen í triangle í 5. lotu eftir að hafa líklega tapað öllum fyrri lotunum. Þeir mættust svo aftur tveimur árum seinna, einnig í aðalbardaga kvöldsins, á UFC 148. Silva sigraði einnig þá viðureign, með TKO sigri í 2. lotu.

Leikarinn og vöðvatröllið Terry Crews birti myndband í gær á samfélagsmiðlum þar sem hann skoraði Anderson Silva á hólm og nefndi dagsetninguna 15. júní. Mörgum þótti það eflaust skrítið en strax daginn eftir, í dag, kemur tilkynningin um hnefaleika bardaga Silva og Sonnen á sömu dagsetningu.

Chael Sonnen barðist síðast í UFC árið 2013 en endaði MMA ferilinn hjá Bellator þar sem hann barðist 5 sinnum á árunum 2017-2019. Silva endaði sinn UFC feril árið 2020 eftir að hafa aðeins unnið 1 af síðustu 9, en hann á samt sem áður einn farsælasta feril sem sést hefur í UFC. Silva lagðist þó ekki í helgan stein eftir að UFC ferlinum lauk en hann tók 4 hnefaleika bardaga á árunum 2021-2022, síðast gegn Jake Paul.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular