Bardagamaður sem fékk UFC samning í gegnum Dana White’s Contender Series hefur verið rekinn úr bardagasambandinu í kjölfar handtöku vegna ákæru um alvarlegt afbrot.
Ahmad Hassanzada, 28 ára, átti að stíga sín fyrstu skref sem fullgildur UFC bardagamaður þann 26. apríl, en er nú ekki lengur með UFC-samning eftir að hafa verið handtekinn á laugardaginn fyrir meint kynferðisbrot gegn barni undir 14 ára aldri. Hassanzada (12-3) er ákærður fyrir tvö alvarleg afbrot samkvæmt opinberum gögnum lögreglunnar í Sacramento: „Kynferðislegt athæfi með barni undir 14 ára aldri“ og „Kynferðislegt athæfi með barni á aldrinum 14 eða 15 ára, þar sem gerandi er 10 árum eldri en þolandinn.”.
Hassanzada situr nú í gæsluvarðhaldi gegn 400.000 dollara tryggingu. Þinghald hans er áætlað klukkan 15:00 að staðartíma þann 22. apríl.
Talsmenn UFC hafa staðfesti að Hassanzada væri ekki lengur samningsbundinn sambandinu.
Hassanzada er frá Team Alpha Male átti að berjast í léttvigt gegn Evan Elder á laugardaginn í T-Mobile Center þar sem Ian Garry og Carlos Pratest verða aðalbardaginn. Bardagamaðurinn, sem er fæddur í Afganistan, vann sér inn samning við UFC með því að leggja Dylan Mantello í DWCS 72. Sá bardagi var hans önnur framkoma í DWCS.
