spot_img
Tuesday, January 20, 2026
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentLogi Geirsson Norðurlandameistari annað árið í röð

Logi Geirsson Norðurlandameistari annað árið í röð

Logi Geirsson mætti og sigraði Tsvetomir Stoyanov með ground-n-pound TKO í fyrstu lotu í úrslitabardaga á Norðurlandamótinu í Skara, Svíþjóð í kvöld og er orðinn Norðurlandameistari annað árið í röð.

Stoyanov kom Loga úr jafnvægi með góðu inside lowkick snemma en Logi svaraði fyrir sig með kröftugum spörkum. Logi tímasetur svo double leg felluna sína einstaklega vel og nær Stoyanov í gólfið og lendir ofan á í side control. Stoyanov nær næstum að sparka Loga af sér sem hótar armbar og nær að nýta sér það til þess að ná bakinu. Höggin í gólfinu af bakinu reyndust of mikið fyrir Stoyanov og dómarinn sá það, var skynsamur og stöðvaði bardagann áður en Stoyanov hlaut meiri skaða af.

Fyrsti Norðurlandameistartitilinn kominn í hús fyrir Mjölni og fleiri titlar í húfi á morgun.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið