spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaLoksins berjast Floyd Mayweather og Manny Pacquiao

Loksins berjast Floyd Mayweather og Manny Pacquiao

Í gærkvöldi var tilkynnt að tvær stórstjörnur í hnefaleikum Floyd Mayweather og Manny Pacquiao munu loksins berjast þann 2. maí í Las Vegas.

Floyd Mayweather tilkynnti bardagann í Shots appinu og hafði þetta að segja:

„What the world has been waiting for has arrived. Mayweather vs. Pacquiao on May 2, 2015, is a done deal. I promised the fans we would get this done, and we did. We will make history on May 2nd. Don’t miss it! This is the signed contract from both fighters. www.themoneyteam.com.“

Aðdáendur bardagaíþrótta eru jafn misjafnir og þeir eru margir, eitt sameinar þá þó, þeir vilja allir sjá þá bestu berjast við þá bestu. Tommy Hearns, „Sugar“ Ray Leonard, Marvin Hagler og Roberto Duran eru goðsagnir fyrst og fremst af því að þeir börðust við hvorn annan. Það sama má segja um Muhammad Ali, Joe Frazier og George Foreman. Á síðari tímum voru það menn eins og Oscar De La Hoya, Felix Trinidad og Fernando Vargas sem háðu styrjaldir í hringnum með innkomum frá stjörnum eins og Roy Jones jr. og Bernard Hopkins.

Manny-Pacquiao-vs-Floyd-Mayweather-2
Sviðsett mynd

Ferill íþróttamannsins er stuttur og það verður að hamra járnið á meðan það er heitt. Það muna sennilega flestir eftir að hafa beðið í árabil eftir bardaga Lennox Lewis og Mike Tyson. Þegar hann varð loksins að veruleika átti Mike Tyson nánast ekkert eftir og bardaginn varð hálf sorglegur og sannaði ekki neitt.

Undanfarin ár hafa fyrst og fremst tvær stjörnur verið mest áberandi í hnefaleikum. Floyd Mayweather og Manny Pacquiao hafa að mestu leyti valtað yfir samkeppnina, bæði hvað varðar tekjur og hæfileika. Báðir hafa barist við flesta af þeim allra bestu fyrir utan hvort annan en erfiðlega hefur gengið að semja um akkúrat þennan bardaga. Það voru annars einfaldlega of miklir peningar í húfi en samtals fá þessir kappar um 250 milljónir dollara fyrir ómakið. Best hefði verið ef bardaginn hefði átt sér stað fyrir um fimm árum þegar báðir voru upp á sitt besta en aðdáendur verða þó að gleðjast yfir að fá loksins að sjá þessa tvo takast á innan kaðlanna.

pac
Manny Pacquiao gegn Brandon Rios

En hver sigrar? Manny Pacquiao býr yfir miklum hraða og tækni, auk þess að vera örvhentur sem býr til aukið flækjustig fyrir andstæðinga hans. Floyd Mayweather er hins vegar stærri og er tæknilega betri, sérstaklega hvað vörnina varðar. Hann verður því að teljast líklegri til að vinna bardagann en það skal ekki vanmeta Manny Pacquiao. Báðir hafa aðeins dalað en Manny Pacquiao hefur nú sigrað þrjá bardaga í röð eftir tvö töp árið 2012. Fyrsta tapið var gegn Timothy Bradley í bardaga sem flestum (nema dómurunum) fannst hann vinna. Hitt tapið var gegn mexíkönsku goðsögninni Juan Manuel Márquez en í þeim bardaga gekk Manny Pacquiao inn í fullkomna hægri hendi og steinrotaðist.

Manny Pacquioa barðist aftur við Timothy Bradley í fyrra og útboxaði í þeim bardaga ungan og ósigraðan meistara (WBO) sem verður að teljast nokkuð gott fyrir íþróttamann sem á að vera kominn yfir sitt besta. Á sama tíma var varnarsnillingurinn Floyd Mayweather, sem enn er ósigraður, að glíma við Marcos Maidana í tvígang en sá síðarnefndi þótti koma inn talsvert fleiri höggum en menn áttu von á. Í fyrsta bardaganum náði Marcos Maidana inn flestum höggum af öllum andstæðingum Floyd Mayweather upp að þeim tímapunkti, eða samtals 221 höggi. Það er því afstætt hvor hefur dalað meira en eina leiðin til að komast að hvor er betri er að sjá þá berjast og við þurfum nú aðeins að bíða í rétt rúma tvo mánuði eftir því.

mayweather maidana

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular