spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLyftuslys kemur í veg fyrir bardaga C.B. Dollaway í kvöld

Lyftuslys kemur í veg fyrir bardaga C.B. Dollaway í kvöld

cbdollaway-ufc119-011-750

MMA bardagamenn lifa nokkuð hættulegu lífi í samanburði við meðalmanninn. Þrátt fyrir það geta hversdagsleg óhöpp hent þá eins og hvern annan.

C.B. Dollaway átti að berjast í kvöld gegn Francimar Barroso en nú er ljóst að ekkert verður af bardaganum. Öll smáatriði liggja ekki fyrir en þó er vitað að Dollaway meiddist í baki í lyftuslysi sem orsakaðist vegna bilunar. Dollaway fór í kjölfarið í læknisskoðun og talið var öruggast að hætta við bardagann.

Þetta atvik er leiðinlegt en þó verður að teljast skondið að í gærkvöldi var annað atvik í lyftu þar sem nokkrir bardagamenn og fylgdarlið festist í lyftu.

Urijah Faber, Fabricio Werdum og fylgdarlið þeirra festust í lyftu á sama hóteli í gær eftir vigtunina. Justin Buchholz, yfirþjálfari Faber, tók upp þetta myndband.

Vegna meiðsla C.B. Dollaway verða aðeins tíu bardagar á dagskrá. Fyrr í vikunni veiktist Ray Borg og gat hann ekki barist við Justin Scoggins og því hafa tveir bardagar dottið út á aðeins nokkrum dögum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular