spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLyoto Machida segir að fæðubótarefni hafi innihaldið bannaða efnið

Lyoto Machida segir að fæðubótarefni hafi innihaldið bannaða efnið

lyoto-machida-entranceEins og við greindum frá á miðvikudaginn mun Lyoto Machida ekki mæta Dan Henderson á morgun. Machida viðurkenndi inntöku á bönnuðu efni og ákvað UFC í kjölfarið að hætta við bardagann.

Í yfirlýsingu Lyoto Machida á opinberri Facebook síðu sinni segir hann nánar frá broti sínu. Machida innbyrti fæðubótarefni sem kallast 7-Keto og inniheldur DHEA sem er ólöglegt efni. DHEA er hægt að kaupa í flestum apótekum og er gjarnan notað til að auka vöðvamassa, hægja á öldrun, bæta frammistöðuna í svefnherberginu og til almennrar heilsueflingar. Efnið er þó ólöglegt hjá USADA (sem sér um lyfjamál UFC) og því var Machida ekki leyft að berjast um helgina.

„Þessar fréttir komu mér á óvart. Þetta er ekki auðvelt fyrir mig enda hef ég æft gríðarlega vel fyrir þennan bardaga. Ég vissi ekkert um þetta efni svo ég greindi frá því á tilkynningareyðublaðinu ásamt öllu öðru sem ég var að taka. Þetta efni var nýlega bannað árið 2016 og tek ég fulla ábyrgð á að hafa ekki vitað betur. Ég vil biðja aðdáendur, liðsfélaga og fjölskyldu mína afsökunar, ég reyni alltaf að spila eftir reglunum en því miður gerðist þetta,“ sagði Machida í yfirlýsingunni.

Dan Henderson var augljóslega pirraður á þessu enda fær hann ekki að berjast á laugardaginn. Hann mun þess í stað líklegast mæta Hector Lombard á UFC 199 í júní.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular