Lyoto Machida náði ótrúlegu rothöggi gegn Vitor Belfort á laugardaginn. Þetta var kveðjubardagi Belfort og hneigði Machida sig fyrir Belfort strax eftir rothöggið.
Þetta var kveðjubardagi Vitor Belfort og kláraði hann því ferilinn með tapi eftir rothögg. Tapið var viðeigandi að vissu leyti þar sem þetta var álika tap og eitt frægasta tap ferilsins – tapið gegn Anderson Silva.
Machida hneigði sig fyrir Belfort eftir rothöggið enda ber hann mikla virðingu fyrir Vitor Belfort.
„Á þessu augnabliki hugsaði ég að ég þyrfti að virða andstæðinginn minn, það er það sem bardagalistir kenna öllum, að virða og hneigja sig fyrir andstæðingnum. Þú verður að virða andstæðinginn, sama þó þú vinnir eða tapir,“ sagði Machida eftir bardagann.
THE DRAGON ROARS AGAIN! ? @LyotoMachidaFW #UFC224 pic.twitter.com/ILXkb9DYvo
— UFC (@ufc) May 13, 2018
„Á þessu augnabliki setti ég hendurnar á mjaðmirnar þar sem ég bjóst við að fá viðbrögð frá Vitor Belfort. En um leið og ég sá að hann gat ekki gert neitt lengur settist ég niður á hnén og hneigði mig fyrir honum af virðingu fyrir allt sem hann hefur gert fyrir íþróttina, fyrir fólkið og fyrir starfsgreinina.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Machida rotar andstæðinginn svona í kveðjubardaga en Machida náði ótrúlegu rothöggi gegn Randy Couture í maí 2011.
Esther Lin, ljósmyndari hjá MMA Fighting náði frábærum myndum af Machida um helgina.