Hávær orðrómur gengur nú um netheima að Gunnar Nelson muni mæta hinum rússneska Omari Akhmedov. Ef orðrómurinn er sannur mun bardaginn fara fram í O2 Arena í London þann 8. mars og verða á aðal kortinu (e. main card). Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, er þögull sem gröfin og hvorki neitaði né játaði að orðrómurinn væri sannur.
Omari Akhmedov er 26 ára Rússi (fæddur í Dagestan) og hefur sigrað alla 12 bardaga sína. Af þessum 12 sigrum hafa sex sigrar komið eftir rothögg, fjórir eftir uppgjafartak og tveir farið í dómaraákvörðun. Akhmedov er, eins og svo margir rússneskir bardagamenn, með bakgrunn í Combat Sambo (mjög líkt MMA en þar berjast menn í júdó toppi) og var Dagestan Combat Sambo meistari. Hann er einnig tvöfaldur Russian National Hand-to-Hand Combat Champion og tvöfaldur Russian National Pankration Champion. Það er því ljóst að Akhmedov er afar sterkur andstæðingur.
Mikill fjöldi rússneskra bardagamanna hafa gengið til liðs við UFC á þessu ári og hafa þeir flestir litið hrikalega vel út. Þeir eru nánast allir mjög höggþungir, grimmir og með virkilega góð köst og fellur enda margir með bakgrunn í sambó eða glímu og er Akhmedov þar engin undantekning.
Omari Akhmedov hefur einu sinni áður barist í UFC en þá sigraði hann Thiago Perpétuo með rothöggi í fyrstu lotu. Bardaginn var ótrúlegur þar sem Perpétuo náði að slá Akhmedov tvisvar niður en Rússinn hélt áfram eins og vélmenni og náði að rota Perpétuo á ótrúlegan hátt. Bardaginn var valinn besti bardagi kvöldsins. Á hreyfimyndinni fyrir neðan má sjá hvernig Akhmedov nær að slá Perpétuo niður á meðan hann bakkar en það getur verið mjög erfitt að ná miklum höggþunga bakkandi.
Akhmedov hefur hingað til ávallt barist í millivigt (185 pund) en sagði eftir síðasta bardaga sinn að næsti bardagi yrði í veltivigt (170 pund). Akhmedov er 1,83 m á hæð og er þremur sentimetrum hærri en Gunnar. Það er ljóst að Akhmedov verður erfiðasti andstæðingur Gunnars til þessa ef af bardaganum verður en hann er talinn, líkt og Gunnar, mjög efnilegur veltivigtarmaður. Ahkmedov æfir í heimalandinu en æfði þó Muay Thai í Tælandi um tíma fyrir síðasta bardaga sinn.
Ólíkt fyrri andstæðingum Gunnars í UFC er þetta bardagamaður á fyrri stigum ferils síns og mun hann því koma glorhungraður til leiks líkt og Gunnar ef orðrómurinn reynist sannur.
Hér að neðan má sjá þrjá síðustu bardaga með Rússanum öfluga.
Rafael Haratyk vs Omari Akhmedov
Omari Akhmedov vs Fabricio Nascimento
Omari Akhmedov vs. Thiago Perpétuo
hlakka til
[…] Hér er hægt að lesa meira um andstæðing Gunnars. […]
Hann er dálítið viltur og hentar því nafna ágætlega. Höggþunginn er hans hættulegasta vopn og Gunni þarf að passa sig
Gunni tekur þennan…
[…] MMA Fréttir um Omari Akhmedov […]