spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMargrét Ýr og Ásta Björk með sjö verðlaun á NAGA

Margrét Ýr og Ásta Björk með sjö verðlaun á NAGA

Mjölnisstelpurnar Margrét Ýr Sigurjónsdóttir og Ásta Björk Bolladóttir kepptu á NAGA í Dublin í dag.

Margrét Ýr keppti í expert flokki (fjólublá, brún og svört belti saman) í nogi (án galla) þar sem hún var í 2. sæti í sínum þyngdarflokki. Í opnum flokki féll hún úr leik í fyrstu umferð. Í gallanum náði hún aftur 2. sæti í sínum flokki en gerði sér lítið fyrir og vann opinn flokk fjólublábeltinga í gallanum.

Ásta Björk keppti í intermediate flokki (blá belti) og var hún í 2. sæti í sínum flokki í nogi. Ásta fékk líka að keppa tveimur þyngdarflokkum ofar þar sem hún var í 3. sæti. Í gallanum var hún í 3. sæti í sínum flokki og fékk aftur að keppa tveimur flokkum ofar þar sem hún var í 2. sæti.

View this post on Instagram

Þær @margretyr og @astabjork_ kepptu á NAGA í Dublin í dag. Margrét náði 2. sæti í sínum þyngdarflokki í nogi expert en tapaði í 1. umferð í opnum flokki. Í gallanum náði hún einnig 2. sæti og tókst síðan að vinna opna flokkinn í flokki fjólublábeltinga! Ásta Björk náði 2. sæti í sínum þyngdarflokki í intermediate flokki í nogi. Í gallanum náði hún 3. sæti í sínum þyngdarflokki en var greinilega ekki búin að fá nóg. Hún fékk því að fara upp um tvo þyngdarflokka í nogi þar sem hún tók 3. sætið og gerði það sama í gi þar sem hún náði 2. sæti. Glæsilegur árangur hjá stelpunum í Dublin! #naga #bjj #mjolnirmma #grappling #nagadublin #nagabjj #jiujitsu

A post shared by Mjölnir (@mjolnirmma) on

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular